A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 4.maí 2015

Fundur var haldinn í Tómstunda-íþrótta- og menningarnefndar Strandabyggðar  mánudaginn 4. maí 2015,  kl. 20:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3.

Fundinn sátu:  Ingibjörg Benediktsdóttir formaður, Júlíana Ágústsdóttir og Júlíus Jónsson. Jóhanna Hreinsdóttir mætti sem varamaður fyrir Ástu Þórisdóttur og Lýður Jónsson fyrir Salbjörgu Engilbertsdóttur sem báðar boðuðu forföll. Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

Ingibjörg Benediksdóttir, formaður nefndarinnar, óskar eftir afbrigðum við funardagskrá og óskar eftir því að ályktun frá 68. ársþingi HSS verði tekin fyrir sem 6. liður á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.

 

 

  1. Fulltrúum Lionsklúbbur Hólmavíkur boðið á fund
    Ingibjörg sigurðardóttir, formaður Lionsklúbbs Hólmavíkur

    Helstu verkefni:

    Lionsklúbburinn er líknarfélag. Fjáröflun felst m.a. í fiskihlaðborði, rækjur á Hamingjudögum, viðhald á girðingu fyrir sveitarfélagið og félagsgjöld
    Styrkja einna helst: Tilfallandi uppákomur, t.d. eftir brunann á Höfðagötu, fjölskyldur vegna veikinda á börnum, útiljós við Hólmavíkurkirkju, sjúkrabíll og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík.
    Lionsklúbburinn, Kvenfélagið og Kirkjukórinn standa nú í sameiningu að því að kaupa útiljós við Hólmavíkurkirkju.
    Samstarf við jólasveina á Þorláksmessu.
    Ungmennaskipti á vegum Lions. Lionsklúbbur Hólmavíkur tekur þátt í að fjármagna heimsóknir ungmenna frá öðrum löndum á hverju ári og taka einstaka sinnum á móti. Klúbburinn getur jafnframt sent 16-18 ára ungmenni í ungmennaskipti á nokkurra ára fresti, væntanlega árið 2016.
    Taka á móti ótal beiðnum en einbeita sér að þörfum á heimasvæðinu þó að einstka sinnum sé gefið í stærri alþjóðaverkefni.
    Til að sækjast eftir styrkjum er mælt með að senda inn bréf eða að haft sé samband við formann.
    Lionsklúbburinn veitir afreksviðurkenningar á skólaslitum Grunnskólans á Hólmavík.

    Innra starf:

    Lionsklúbbur Hólmavíkur var stofnaður árið 1961.
    Stjórnin endurnýjast alfarið á ári hverju.
    Rekinn er líknasjóður og félagasjóður. Félagasjóður er þá til að huga að félögunum en líknarsjóður að verkefnum.
    Næsti formaður Lionsklúbbsins er Jóhann Björn Arngrímsson.
    11 manna klúbbur.
    Árgjald 12.000 kr.  Allir mega taka þátt.
    Mikil fækkun síðastliðin ár og aldurinn er orðinn hár.
    Aldurstakmörk eru engin.
    10-12 ár síðan klúbburinn var opnaður fyrir konum.
    Funda yfir vetrartímann, frá september og út maí, annan hvern miðvikudag kl. 18:30 í Kvenfélagshúsinu og styrkja Kvenfélagið með því að kaupa súpu.
    Bannað er að tala um pólitík samkvæmt alþjóðalögum Lionsklúbba.
    Jólafundur á Café Riis með jólamat.
    Helsta vandamál klúbbsins er fámennið.

    Ingibjörgu er þakkað kærlega fyrir komuna og hún hvetur nefndarfólk til að ganga í Lions.

  2. Staða mála frá fyrri fundum
    A)
    Störf vinnuhóps um samfelldan dag
    Skýrsla vinnuhópsins kynnt og hún rædd. Málið hefur verið tekið fyrir hjá sveitarstjórn og liggur nú á borði skólastjóra sem á að taka lokaákvörðun um málið í samráði við fræðslustjóra. TÍM nefnd leggur áherslu á að þetta sé betur kynnt og að ákvörðun um framhaldið liggi fyrir á skólaslitum í vor.

    B) Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna
    Stefnt er að fjarfundi UNICEF og sveitarstjórnar 13. maí.

    C) Íþróttavöllur í Brandskjólum
    Ákveðið var á síðasta sveitarstjórnarfundi að stofna nefnd oddvita, tómstundafulltrúa og fulltrúa HSS og Geislans til að fylgja málinu eftir. TÍM nefnd fagnar þessu og hvetur oddvita til að boða til fundar hið fyrsta.

    D) Ráðning íþróttaþjálfara og kennara
    Sjá lið 6 í þessari fundargerð.

    E) Styrktarsamningar
    Formanni TÍM nefndar var gert að semja grind nýrrar reglugerðar um styrkarsamninga.

    F) Vinnuskóli Strandabyggðar 2015
    Nýtt fyrirkomulag var samþykkt og Jón Kristófer Fasth hefur verið ráðinn umsjónarmaður. Auglýst verður eftir umsóknum í Vinnuskóla fljótlega.

    G) Sumarnámskeið í Strandabyggð 2015
    Verður haldið í umsjón tómstundafulltrúa og umsjónarmanns Vinnuskóla og í samstarfi við Geislann og Náttúrubarnaskólann í tvær vikur eftir skólaslit.

    H) Kvennamynd í tilefni að 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna
    Kvennamyndin af öllum konum í Strandabyggð verður tekin í Kirkjuhvamminum þann 17. júní og vígð við opnun sýningar í Hnyðju á Hamingjudögum.

  3. Vinnufyrirkomulag ungmennaráðs Strandabyggðar
    TÍM nefnd leggur til að sveitarstjórn endurskrifi 5. gr. reglugerðar um ungmennaráð þannig að ungmennaráðið sjálft leggur fram tillögu til sveitarstjórnar um skipan fulltrúa á hverju ári.

  4. Fæðingarorlof tómstundarfulltrúa
    TÍM nefnd leggur til að auglýst verði eftir afleysingu sem allra fyrst.

  5. Hamingjudagar 2015
    Farið yfir dagskrárdrög.
    Lagt er til að haldinn verði samráðsfundur alla sem bjóða upp á þjónustu, uppákomur eða atburði á Hamingjudögum.

  6. Ályktun frá 68. ársþingi HSS
    „68. ársþing HSS haldið á Hólmavík 30. apríl 2015 skorar á sveitarstjórn Strandabyggðar að starf íþróttakennara verði endurskipulagt og steypt verði saman í eitt 100% starf íþróttakennara grunnskólans, þjálfara fyrir Umf. Geislann auk framkvæmdarstjóra HSS. Mikilvægt er að þetta nýja starf verði auglýst nú á vormánuðum með það að markmiði að nýr íþróttakennari Strandabyggðar taki til starfa í ágúst 2015.“

    TÍM nefnd hvetur sveitarstjórn til að tryggja að ráðinn verði íþróttakennari 100% stöðu fyrir næstkomandi haust í samstarfi við Geislann, HSS og jafnvel nágrannasveitarfélög. Mikilvægt er að sveitarstjórn taki afstöðu um hvort aukafjármagn verði veitt til verkefnisins sem allra fyrst.

  7. Önnur mál
    Engin önnur mál

 

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 22:43

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón