Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 7. apríl 2016
Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 7. apríl, kl. 20:00 að Höfðagötu 3. Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir og Jóhanna Rósmundsdóttir. Júlíana Ágústsdóttir og Júlíus Jónsson boðaði forföll. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð. Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir vettvangsnemi sat til áheyrnar.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Barnamenningarhátíð Vestfjarða
- Hamingjudagar
- Önnur mál
Þá er gengið til dagskrár.
- Barnamenningarhátíð Vestfjarða
Farið var yfir framkvæmd nýafstaðinnar barnamenningarhátiðar og er almenn ánægja með hvernig til tókst. Íris mun taka saman skýrslu um framkvæmd hátíðarinnar. Ákveðið var að hvetja Patreksfjörð að halda Barnamenningarhátíð Vestfjarða að ári. - Hamingjudagar
Heiðrún Helga vettvangsnemi kynnti drög að dagskrá Hamingjudaga en hún hefur unnið að því sem hluta af nemaverkefni sínu. Almennar umræður og hugarflug um hátíðina.
- Önnur mál
Engin önnur mál á dagskrá.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21:43.