Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd - 8. janúar 2018
Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 8. janúar, kl. 20:00 að Höfðagötu 3.
Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Júlíus Jónsson, Salbjörg Engilbertsdóttir og Júlíana Ágústsdóttir. Jóhanna Rósmundsdóttir boðaði forföll. Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir mætti í stað Jóhönnu. Díana Jórunn Pálsdóttir mætti sem fulltrúi ungmennaráðs. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Íþróttamaður eða -kona ársins 2017
- Samfelldur dagur
- Hamingjudagar 2018
- Önnur mál
Þá var gengið til dagskrár.
- Íþróttamaður eða -kona ársins 2017
Farið var yfir tilnefningar og íþróttamaður eða –kona valin. - Samfelldur dagur
Samfelldur dagur gengur vel og ekki hefur heyrst neitt annað nema ánægja frá starfsfólki og þátttakendum. Tómstundafulltrúi skilar inn stöðuskýrslu í mars. - Hamingjudagar 2018
Hamingjudagar 2018 verða 30. júní. - Önnur mál
a - Samstarf við Leikfélag Hólmavíkur er samþykkt. Leikfélag Hólmavíkur býður upp á sumarstörf fyrir ungmenni sveitarfélagsins.
b - Sumardvöl í dreifnámshúsinu verður auglýst sem fyrst.
c - Sótt verður aftur um SEEDS og verður óskað eftir þeim í byrjun júní.
Fundi slitið kl. 21:20