A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd - 8. maí 2017

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar  mánudaginn 8. maí,  kl. 16:30 á skrifstofu Strandabyggðar.

Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Júlíana Ágústsdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Lýður Jónsson sem varamaður fyrir Júlíus Jónsson, Jóhanna Rósmundsdóttir og Máney Dís Baldursdóttur, fulltrúi ungmennaráðs. Esther Ösp Valdimarsdóttir, tómstundafulltrúi sat fundinn og ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

 

1.                 Heimsókn frá Félagsstarfi aldraðra

Á vegum félagsstarfs aldraðra eru starfræktir tveir handverkshópar. TÍM nefnd hitti smíðahópinn í kaffitíma þeirra í Hnyðju og Ingibjörg Sigurðardóttir, umsjónarkona föndurhópsins, heimsótti fundinn.

 

Smíðahópurinn vill komast í betra húsnæði, ýmist í smíðastofuna í grunnskólanum eins og áður var eða í flugstöðina. Hóparnir eru sammála um að félagsstarf eldri borgara gæti samnýtt rými en vilja hafa tímana sinn á hvorum deginum.

 

Eldri borgarar segja starfið mjög mikilvægt, þá hlakkar til alla vikuna en það þarf að fjölga fólki.

 

Mat eldri borgara á fundinum er að þeir njóti góðrar þjónustu í sveitarfélaginu með afnotum af húsnæði og gjaldfrjálsu félagsstarfi með gjaldfrjálsri kennslu og veitingum.

 

Að meðaltali 12-15 konur hittast í föndri á þriðjudögum, sumar konur telja sig ekki vera nógu gamlar.

 

Skortur er á akstri fyrir eldri borgara sem komast sumir aðeins ef þeir fá far.

 

Rætt er um kynjaskiptingu í hópunum sem er töluverð en þykir ekki áhyggjuefni.

 

Félagsstarfið hefur fengið gefins verkfæri og tækjabúnað frá Lionsklúbbi og Kvennfélaginu.

 

Félagsstarfi vetrarins lýkur í þessari viku, sýning verður fimmtudaginn 11. maí og lokahóf verður í Heydal á föstudag.

 

 

2.                 Fræðsluferð til Tallin

Esther Ösp segir frá fræðsluferð sinni til Tallin í Eistlandi og situr fyrir svörum. Esther óskar eftir því að sveitarfélagið styðji sig til ferðarinnar enda nýtist hún vel í starfi. TÍM nefnd vísar þeirri ákvarðanatöku til sveitarstjórnar.

 

 

3.                 Staða tómstundafulltrúa

Esther segir frá uppsögn sinni.

 

4.                 Framkvæmdir í félagsheimili

Staðan kynnt. Framkvæmdir munu verða í áföngum en þó er stefnt að því að opna félagsmiðstöð í kjallara Félagsheimilisins í haust. Áhaldahúsið hefur yfirumsjón með framkvæmdinni.

 

5.                 Samfelldur dagur barnsins

Enn hafa ekki verið haldnir íbúafundir vegna anna. Tómstundafulltrúi og formenn TÍM- og fræðslunefndar fara á kynningarfund hjá forstöðukonu skóla- og frístundasviðs á Ísafirði 9. maí. Rætt er um að hafa þurfi hraðar hendur að kanna hug foreldra og barna. Stungið er upp á því að sendur verði út spurningalisti og/eða hringt í foreldra til að flýta ferlinu.

 

6.                 Sumarstarf frístundasviðs

Esther kynnir starfið. Búið er að ráða umsjónarmenn og allt lítur vel út.

 

7.                 Menningardvöl í dreifnámshúsi

Sumardagskráin kynnt og samþykkt.

 

8.                 Hamingjudagar

Dagskráin kynnt og rædd í þaula.

 

9.                 Önnur mál

Tómstundafulltrúi minnir á Hreyfiviku sem er 29. maí-4. Júní.

 

Fundi slitið kl 19:14

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón