A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 8. október 2015

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefndar Strandabyggðar  fimmtudaginn 8. október 2015,  kl. 20:00 að Höfðagötu 3.

Fundinn sátu:  Ingibjörg Benediktsdóttir formaður, Salbjörg Engilbertsdóttir, Ásta Þórisdóttir, Júlíus Jónsson og Júlíanna Ágústsdóttir. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. Tillögur til fjárhagsáætlunar
  2. Reglur Strandabyggðar um styrkveitingar
  3. Verkefni tómstundafulltrúa
  4. Gervigras á sparkvöllum
  5. Ungmennaráð
  6. Viðburðir í vetur
    1. Barnamenningarhátíð, tímasetning og framkvæmd
    2. Hamingjudagar, tímasetning
  7. Ferðir á vegum félagsmiðstöðvarinnar Ozon
  8. Ráðstefnan „Frítíminn er okkar fag“ 16. Október
  9. Landsþing Ungmennahúsa
  10. Önnur mál

 

Þá er gengið til dagskrár.

 

Nýr formaður tekur til starfa.

 

  1. Tillögur til fjárhagsáætlunar
    a) Farið yfir tillögur til fjárhagsáætlunar sem Íris Ósk tómstundafulltrúi vann.

  2. Reglur Strandabyggðar um styrkveitingar
    a) Lesið yfir uppkast af reglum Strandabyggðar um styrkveitingar. Ásta Þórisdóttir mun laga til uppkast út frá athugasemdum og senda á nefndarmenn í tölvupósti fyrir næsta fund.

  3. Verkefni tómstundafulltrúa
    a) Ákveðið var að geyma þennan lið fram að næsta fundi.

  4. Gervigras á sparkvöllum
    a) Rætt um krabbameinsvaldandi efni í gervigrasi á sparkvöllum. Ákveðið var að bíða eftir að KSÍ myndi gefa út yfirlýsingu varðandi gervigrasið.

  5. Ungmennaráð
    a) Í ungmennaráði sitja Arnór Jónsson, Jónína Jófríður Jóhannesdóttir, Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Silja Dagrún Júlíusdóttir og Kristbergur Ómar Steinarsson. Samþykkt af TÍM-nefnd.

    Salbjörg Engilbertsdóttir víkur af fundi.
     
  6. Viðburðir í vetur
    a) Barnamenningarhátíð, tímasetning og framkvæmd
    i.      Ákveðið að halda Barnamenningarhátíð 14. – 20. mars.

    b) Hamingjudagar, tímasetning
    i.      Ákveðið að halda Hamingjudaga laugardaginn 2. júlí.

  7. Ferðir á vegum félagsmiðstöðvarinnar Ozon
    a) Í ferðum á vegum félagsmiðstöðvarinnar Ozon þar sem ekki komast báðir starfsmenn skal leita til foreldra.

  8. Ráðstefnan „Frítíminn er okkar fag“ 16. október
    a) Sveitarstjórn er hvött til að kynna sér og mæta á ráðstefnuna „Frítíminn er okkar fag“ 16. október.
  9. Landsþing Ungmennahúsa
    a) Óskað hefur verið eftir því að halda Landsþing Ungmennahúsa á Hólmavík. Ungmennahúsið Fjósið situr í undirbúningsnefnd.

  10. Önnur mál

 

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 23:00

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón