Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 8. október 2015
Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefndar Strandabyggðar fimmtudaginn 8. október 2015, kl. 20:00 að Höfðagötu 3.
Fundinn sátu: Ingibjörg Benediktsdóttir formaður, Salbjörg Engilbertsdóttir, Ásta Þórisdóttir, Júlíus Jónsson og Júlíanna Ágústsdóttir. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Tillögur til fjárhagsáætlunar
- Reglur Strandabyggðar um styrkveitingar
- Verkefni tómstundafulltrúa
- Gervigras á sparkvöllum
- Ungmennaráð
- Viðburðir í vetur
- Barnamenningarhátíð, tímasetning og framkvæmd
- Hamingjudagar, tímasetning
- Ferðir á vegum félagsmiðstöðvarinnar Ozon
- Ráðstefnan „Frítíminn er okkar fag“ 16. Október
- Landsþing Ungmennahúsa
- Önnur mál
Þá er gengið til dagskrár.
Nýr formaður tekur til starfa.
- Tillögur til fjárhagsáætlunar
a) Farið yfir tillögur til fjárhagsáætlunar sem Íris Ósk tómstundafulltrúi vann. - Reglur Strandabyggðar um styrkveitingar
a) Lesið yfir uppkast af reglum Strandabyggðar um styrkveitingar. Ásta Þórisdóttir mun laga til uppkast út frá athugasemdum og senda á nefndarmenn í tölvupósti fyrir næsta fund. - Verkefni tómstundafulltrúa
a) Ákveðið var að geyma þennan lið fram að næsta fundi. - Gervigras á sparkvöllum
a) Rætt um krabbameinsvaldandi efni í gervigrasi á sparkvöllum. Ákveðið var að bíða eftir að KSÍ myndi gefa út yfirlýsingu varðandi gervigrasið. - Ungmennaráð
a) Í ungmennaráði sitja Arnór Jónsson, Jónína Jófríður Jóhannesdóttir, Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Silja Dagrún Júlíusdóttir og Kristbergur Ómar Steinarsson. Samþykkt af TÍM-nefnd.
Salbjörg Engilbertsdóttir víkur af fundi.
- Viðburðir í vetur
a) Barnamenningarhátíð, tímasetning og framkvæmd
i. Ákveðið að halda Barnamenningarhátíð 14. – 20. mars.
b) Hamingjudagar, tímasetning
i. Ákveðið að halda Hamingjudaga laugardaginn 2. júlí. - Ferðir á vegum félagsmiðstöðvarinnar Ozon
a) Í ferðum á vegum félagsmiðstöðvarinnar Ozon þar sem ekki komast báðir starfsmenn skal leita til foreldra. - Ráðstefnan „Frítíminn er okkar fag“ 16. október
a) Sveitarstjórn er hvött til að kynna sér og mæta á ráðstefnuna „Frítíminn er okkar fag“ 16. október. - Landsþing Ungmennahúsa
a) Óskað hefur verið eftir því að halda Landsþing Ungmennahúsa á Hólmavík. Ungmennahúsið Fjósið situr í undirbúningsnefnd. - Önnur mál
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 23:00