Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 9. janúar 2014
Fundur var haldinn í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 9. janúar kl. 20:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Jóhann Lárus Jónsson, Kristjana Eysteinsdóttir og Jón Alfreðsson mætti sem varamaður fyrir Júlíus Frey Jónsson. Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Ásta Þórisdóttir formaður setti fundinn.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- 1. Val á íþróttamanni ársins í Strandabyggð
Tilnefningar ræddar í ljósi reglna um kjör á íþróttamanni ársins. Íþróttamaður ársins og hlutafi hvatningaverðlauna valdir og rætt um afhendinguna á Íþróttahátíð grunnskólans 15. Janúar 2014.
- 2. Ungmennahús
Ólíkar útfærslur, hugmyndir og staðsetningar ræddar. Nefndinni lýst vel á framtíðarstaðsetningu Ungmennahúss í kjallara Félagsheimilisins þar sem búningageymsla Leikfélagsins er nú til húsa, en sá salur væri til margra hluta nytsamlegur. Lagt er til að gerð verði úttekt á því hvaða framkvæmda er þörf og gerð verði kostnaðaráætlun. Lagt er til að opnað verði Ungmennahús til skamms tíma í gömlu bókageymslunni á meðan möguleikar eru kannaðir og farið verði í að afla tilskilinna leyfa.
- 3. Hörmungardagar á Hólmavík
Dagskrárdrög rædd og samþykkt með viðbótum.
- 4. Hamingjudagar
Ákveðið að halda eigi hverfisfundi í apríl og ræða þá nánar síðar.
- 5. Ungt fólk og lýðræði
Nefndin leggur til að tveir fulltrúar ungmennaráðs taki þátt í ráðstefnu UMFÍ „Ungt fólk og lýðræði“ um stjórnsýslu og áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna og að sveitarfélagið greiði þátttökugjald.
- 6. Önnur mál
Nefndin leggur til að fenginn verði sérstakur umsjónarmaður til að sjá um hljóðkerfi og tilheyrandi búnað í eigu sveitafélagsins.
Fundi slitið kl. 22:30
Fundargerð lesin upp og samþykkt.