Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd - 9. janúar 2017
Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 9. janúar, kl. 18:00 að Hafnarbraut 19.
Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Jóhanna Rósmundsdóttir og Júlíus Jónsson. Salbjörg Engilbertsdóttir og Júlíana Ágústsdóttir boðuðu forföll. Lýður Jónsson mætti í stað Salbjargar Engilbertsdóttur. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Fulltrúi leikfélags Hólmavíkur kemur og rætt verður um framkvæmdir í félagsheimilinu
- Íþróttamaður ársins 2016
- Samfelldur dagur barnsins
- Fjárhagsáætlun
- Önnur mál
Þá var gengið til dagskrár.
- Fulltrúeikfélags Hólmavíkur kom og rætt var um framkvæmdir í félagsheimilinu
- Nefndin leggur til að leikfélagið fái loftið í félagsheimilinu sem aðstöðu fyrir búninga- og leikmunageymslu í stað kjallarans.
- Það þarf sem fyrst að losa muni sveitarfélagsins úr því rými svo leikfélagið geti flutt sig þangað upp. Lagt er til að rýmið verði losað fyrir 15. febrúar.
- Íþróttamaður ársins 2016
- Farið var yfir tilnefningar og íþróttamaður ársins 2016 var valinn auk hvatningaverðlauna sem annar einstaklingur fær.
- Samfelldur dagur barnsins
- Tómstundafulltrúi sat fund með skólastjóra, sveitarstjóra og formanns fræðslunefndar þar sem ákveðið var að gera samantekt á hver staðan væri í skóla og tómstundamálum og hvað þurfi að gera til að samfelldur dagur barnsins komist á. Samantektinni á að skila og funda um í febrúar.
- Fjárhagsáætlun
- Farið var yfir fjárhagsáætlun 2017.
- Önnur mál
- Áætlun frá umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út áætlun um að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum. Tómstundafulltrúi þarf að gera áætlun í takt við hana með tillti til fjárhagsáætlunar.
- Esther Ösp mun koma aftur til starfa 16. janúar.
Fundi slitið kl.19:30