A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd - 9. janúar 2017

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 9. janúar,  kl. 18:00 að Hafnarbraut 19.

Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Jóhanna Rósmundsdóttir og Júlíus Jónsson. Salbjörg Engilbertsdóttir og Júlíana Ágústsdóttir boðuðu forföll. Lýður Jónsson mætti í stað Salbjargar Engilbertsdóttur. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. Fulltrúi leikfélags Hólmavíkur kemur og rætt verður um framkvæmdir í félagsheimilinu
  2. Íþróttamaður ársins 2016
  3. Samfelldur dagur barnsins
  4. Fjárhagsáætlun
  5. Önnur mál

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Fulltrúeikfélags Hólmavíkur kom og rætt var um framkvæmdir í félagsheimilinu
    1. Nefndin leggur til að leikfélagið fái loftið í félagsheimilinu sem aðstöðu fyrir búninga- og leikmunageymslu í stað kjallarans.
    2. Það þarf sem fyrst að losa muni sveitarfélagsins úr því rými svo leikfélagið geti flutt sig þangað upp. Lagt er til að rýmið verði losað fyrir 15. febrúar.
  2. Íþróttamaður ársins 2016
    1. Farið var yfir tilnefningar og íþróttamaður ársins 2016 var valinn auk hvatningaverðlauna sem annar einstaklingur fær.
  3. Samfelldur dagur barnsins
    1. Tómstundafulltrúi sat fund með skólastjóra, sveitarstjóra og formanns fræðslunefndar þar sem ákveðið var að gera samantekt á hver staðan væri í skóla og tómstundamálum og hvað þurfi að gera til að samfelldur dagur barnsins komist á. Samantektinni á að skila og funda um í febrúar.
  4. Fjárhagsáætlun
    1. Farið var yfir fjárhagsáætlun 2017.
  5. Önnur mál
    1. Áætlun frá umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út áætlun um að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum. Tómstundafulltrúi þarf að gera áætlun í takt við hana með tillti til fjárhagsáætlunar.
    2. Esther Ösp mun koma aftur til starfa 16. janúar.

 

 

Fundi slitið kl.19:30

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón