A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 21. júní 2021

Fundur var haldinn í tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 21. júní kl. 16:00 í Hnyðju.

Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Jón Gísli Jónsson formaður, Matthías Lýðsson, Ragnheiður Birna
Guðmundsdóttir og Rósmundur Númason. Angantýr Ernir Guðmundsson og Jóhanna Rósmundsdóttir boðuðu forföll auk Þorsteins Óla Viðarsonar, fulltrúa ungennaráðs. Esther Ösp Valdimarsdóttur, tómstundafulltrúi, sat fundinn og ritaði fundargerð.

Dagskrá:

Jón Gísli býður okkur öll velkomin.

1. Menningarverðlaun Strandabyggðar
Nefndin fór yfir tilnefningar tók ákvörðun um veitingu viðurkenninga. Menningarverðlaun
Strandabyggðar verða afhent við setningu Hamingjudaga í Hnyðju, föstudaginn 25. júní kl.
17:00.

2. Hamingjudagar
Farið yfir dagskráliði skipulag og áætlanir. Nefndin skiptir með sér verkum.

3. Sumarstarf á frístundasviði
Starfið í sumar kynnt fyrir nefndinni. Nefndin er ánægð með sumarstarfið.

4. Átaksverkefni næsta árs
Nefndin telur margt vel gert nú þegar.
Upplýsingagjöf til nýrra íbúa og tilraunir til að virkja mannauðinn í fjölmenningunni.

5. Þjónustukönnun eldri borgara – frumniðurstöður og næstu skref
Nefndin vill gjarnan fá fleiri svör við þessari ágætu könnun og felur tómstundafulltrúa að
minna fólk á að svara.

6. Sterkar Strandir
Tillaga að forgangsröðun markmiða samþykkt.
a. 1.2 - Tryggja skipulagða móttöku nýbúa
Nefndin telur mikilvægt að mótuð sé móttökuáætlun sem m.a. gæti innihaldið
íbúahandbók, stuðningsfjölskyldur og gjafir til nýbúa. Nefndin hvetur sveitarstjórn til
að setja verkefnið í gang hið fyrsta.
b. 1.3 - Verkefni sem búa í haginn fyrir ungt fólk kortlögð og stofnuð
Nefndin telur félagsmiðtöðina Ozon standa sig vel í þessum efnum. þetta markmið
er nokkuð óljóst að mati nefndarinnar og óskar eftir nánari útlistingu til að geta
unnið nánar að markmiðinu.
c. 3.2 - Einn nýr ferðamannastaður/gönguleið gerð frá grunni hið minnsta
Nefndin leggur til að Óshringurinn verði fullgerður, ýmist með brú sem tekin er
niður á haustin eða með því að gera slóða allan hringinn. Mikilvægt er að þetta sé
vel gert og fært hjólum og barnavögnum.
d. 3.5 - Gerð og miðlun kynningarefnis um útivistarmöguleika í Strandabyggð (á sjó, á
skíðum, o.fl.)
Nefndin leggur til að gönguleiðakort verður endurbætt og endurútgefið.

7. Önnur mál
Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 18:50


Jón Gísli Jónsson
Matthías Sævar Lýðsson
Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir
Rósmundur Númason



Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón