Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 7. maí 2020
Fundur var haldinn í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 7. maí 2020 og hófst kl 17:00. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarstjóra í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Hann sátu Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir, Angantýr Ernir Guðmundsson, Jóhanna Rósmundsdóttir og Eiríkur Valdimarsson formaður sem stýrði fundi og ritaði fundargerð. Matthías Lýðsson aðalmaður boðaði forföll og mætti Lýður Jónsson varamaður í hans stað.
Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá
- Hamingjudagar
- Menningardvöl
- Vinnuskóli og sumarnámskeið
- Önnur mál
Var þá gengið til dagskrár:
1. Hamingjudagar
Á vinnufundi sveitarstjórnar nýverið var því beint til nefndarinnar að ræða um Hamingjudaga, í ljós stöðunnar í samfélaginu. Nefndin ræddi stöðuna frá ýmsum hliðum og er sammála um að ekki sé hægt að halda hátíðina með hefðbundnu sniði. Rallýkeppnin er t.d. ennþá á plani, og í fyrra komu um 100 manns með henni. Tómstundafulltrúa falið að hafa samband við forsprakka rallý keppninnar, Stefán Gíslason hamingjuhlaupara og þá aðila sem hyggjast koma á Hamingjudaga í ár. Nefndarfólk er sammála um að gaman væri að skoða möguleikann á að halda Hamingjudaga með breyttu móti í ár, með aðstoð netsins og um leið auglýsa svæðið. Tómstundafulltrúa er falið að skoða þessi mál og kanna möguleikann á að ráða verkefnastjóra/tæknistjóra í verkefnið.
2. Menningardvöl
Nú þegar hafa borist þrjár umsóknir í menningardvölina sem auglýst var á vef Strandabyggðar 15. apríl síðastliðinn. Þar sem umsóknarfrestur er ekki liðinn, er formanni nefndarinnar ásamt tómstundafulltrúa falið að ganga frá samningum þegar umsóknarfresturinn er liðinn þann 15. maí nk.
3. Vinnuskóli og sumarnámskeið
Fyrir nefndina er lagt minnisblað frá tómstundafulltrúa varðandi vinnuskóla og sumarnámskeið sumarið 2020. Nefndinni lýst vel á planið, en veltir fyrir sér hvort nægt starfsfólk sé með hópunum og þeim einstaklingum sem þurfa á stuðningi að halda.
4. Önnur mál
Ragnheiður bendir á að gott væri að hafa nöfn þeirra sem hafa verið valdir Íþróttamaður Strandabyggðar á bikarnum. Nefndin er sammála athugasemdinni og formaður TÍM fer í að athuga þetta mál.
Angantýr tekur til máls og útskýrir fyrir nefndarfólki hvað rafíþróttir eru, en hann í samstarfi við Geislann, hefur í hyggju að stofna deild innan Geislans fyrir slíkar íþróttir. Nefndin er spennt fyrir hugmyndinni, hún geti náð til þeirra sem stunda ekki hefðbundnar íþróttir og gert tölvunotkun heilbrigðari, en forsenda fyrir þátttöku er að stunda heilbrigða lífshætti samhliða og virkja þá sem eru félagslega einangraðir.
Fleira var ekki rætt á fundinum og honum slitið klukkan 18:35.