Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd 8. júní 2017
Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 8. júní, kl. 16:30 á skrifstofu Strandabyggðar.
Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Júlíana Ágústsdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Jóhanna Hreinsdóttir sem varamaður fyrir Júlíus Jónsson og Jóhanna Rósmundsdóttir. Máney Dís Baldursdóttur, fulltrúi ungmennaráðs, boðaði forföll en Bríanna Jewel Johnson, varamaður hennar, mætti ekki. Esther Ösp Valdimarsdóttir, tómstundafulltrúi sat fundinn og ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Heimsókn frá Handverksfélaginu Strandakúnst
Skógræktarfélagið forfallaðist en Ásdís Jónsdóttir, fulltrúi Strandakúnstar, heimsótti fundinn í staðinn og sagði frá starfseminni.
- Stofnað árið 1993 og hefur alla tíð selt fjölbreytt handverk.
- Ásdís hefur afgreitt í Strandakúnst í 10 ár.
- Hafði lengi vel ekki fast húsnæði en er nú staðsett í skúr á túninu við Galdrasafnið.
- Margar skemmtilegar myndir til og gaman væri að setja upp sýningu.
- Ásdís þakkar fyrir allar þær stundir sem fólk hefur lagt á sig við sköpun handverks og afgreiðslu, í því felst mikill kærleikur.
-Félagið er mjög óformlegt, ekki er félagatal og lítið er um fundarhöld.
-Um 60-70 manns eru að selja handverk frá Strandakúnst en nú er verið að takmarka aðgengi við handverksfólk tengt Ströndum.
-Nú er fastur opnunartími alla daga frá 11-17 og alltaf nóg að gera.
-Allt handverk er selt i umboðssölu og þeir söluaðilar sem ekki starfa við sölu greiða þóknun.
-Vel kann að vera að Strandakúnst fari að styrkja góð málefni þegar fram líða stundir.
- Samfelldur dagur barnsins og frístund
Sagt frá fundi með sviðstjóra skóla- og frístundamála á Ísafirði og vinnu formanna TÍM nefndar og fræðslunefndar hvað málið varðar.
- Hamingjudagar
Farið yfir drög að dagskrá.
- Menningarverðlaun Strandabyggðar
Farið yfir tilnefningar og komist að niðurstöðu.
- Önnur mál
Rætt um vinnuskólann, skipulag hans og framkvæmd.
Sagt frá starfi SEEDS.
Fjallað um göngustíginn út á Grundir. Mikilvægt er að börn geti farið á eigin vegum á íþróttaæfingar, TÍM nefnd hyggst hafa þetta í huga fyrir næstu fjárhagsáætlanagerð.
Fundi slitið kl 19:14