A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, fundur nr. 84, 4.11.2024

Fundargerð

Mánudaginn 4. nóvember 2024 var 84. nefndarfundur TÍM nefndar haldinn í Ráðhúsi Strandabyggðar á Hólmavík. Hófst fundurinn kl. 17:05.

Eftirtaldir nefndarmenn sátu fundinn: Sigríður Jónsdóttir formaður, Jóhanna Rósmundsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson, Magnea Dröfn Hlynsdóttir og Þórdís Karlsdóttir.
Þórdís Karlsdóttir ritar fundargerð.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Forvarnaráætlun
2. Yfirferð framboða félagasamtaka, íþrótta- og tómstunda
3. Íþróttamanneskja ársins, reglur yfirfarnar / auglýst eftir tilnefningum
4. Erindisbréf TÍM nefndar
5. Tómstundastyrkir
6. Fjárhagsáætlun, hvað er búið og hvað er eftir
7. Önnur mál


1. Forvarnaráætlun

Nefndin vill sjá aukið samstarf milli félagasamtaka og aðila á svæðinu, jafnvel við nágrannasveitarfélög, við að fá fyrirlesara og aðra til okkar sem vinna að forvörnum. Tómstundafulltrúa falið að leitast eftir samstarfi við nágrannasveitarfélög um málefnið.

2. Yfirferð framboða félagasamtaka, íþrótta- og tómstunda

Þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að manna stöður þjálfara nú fyrr í haust þá er búið að manna þjálfara í fótbolta fyrir báða aldurshópa, íþróttagrunn og leikjanámskeið fyrir yngri hóp, línuskauta og styrktarþjálfun. Eftir áramót bætast við skíðaæfingar. Einnig er búið að ráða tómstundafulltrúa í 70% stöðu og hefur hann þegar hafið störf að hluta en kemur inn að fullum krafti í byrjun desember þar sem hann var í annarri vinnu og þarf þar af leiðandi að klára ýmis verkefni þar. Við erum mjög ánægð með nýráðinn tómstundafulltrúa og bjóðum hann velkominn til starfa.


3. Íþróttamanneskja ársins, reglur yfirfarnar/ auglýst eftir tilnefningum

Tilnefningar þurfa að auglýsa í desember og ítreka í janúar. Verðlaun verða svo afhent á Íþróttahátíð Grunnskólans. Reglur yfirfarnar og samþykktar af nefndinni. Tómstundafulltrúa falið að sjá um að gera auglýsingu og auglýsa.

4. Erindisbréf TÍM - nefndar

Nefndin fer yfir bréfið og samþykkir. Erindisbréfið sent til sveitarstjórnar til samþykktar.

5. Frístundastyrkir

Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki tillögu nefndarinnar um frístundarstyrk, sjá meðfylgjandi gögn.

6. Fjárhagsáætlun, hvað er eftir og hvað er búið

Íþróttamiðstöð:
• Búið
o Viðgerð á pottum, viðgerð á leka milli potta.
o Endurnýjun á sandsíum.
o Uppsetning á varmadælum.
o Gluggaskipti.

• Eftir:
o Endurnýjun ljósa í sal.
o Nýtt stjórnkerfi á sundlaug og potta.
o Útihurðar á íþróttasal – útihurðar á íþróttasal eru neyðarútgangar.
o Loftræsting í íþróttasal.
o Leki frá þaki á íþróttasal.

7. Önnur mál

• Mælum með því að lokaðir skápar verði settir í eitt bil í íþróttasal þar sem hægt væri að geyma ýmis minni áhöld sem eru geymd í áhaldageymslu svo hægt sé að koma stærri hlutum eins og boltagrindum og hesti aftur inn í áhaldageymslu til þess að minnka slysahættu fyrir iðkendur.
• Þarf að slökkva á ærslabelg við félagsheimilið fyrir veturinn.


Fundi slitið kl: 18:21

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón