A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-,íþrótta- og menningarnefnd 7. nóvember 2023

Þriðjudaginn 7.nóvember 2023 var 79.nefndarfundur TÍM nefndar haldinn í Ráðhúsi Strandabyggðar á Hólmavík. Hófst fundurinn kl. 17:00.

Eftirtaldir nefndarmenn sátu fundinn: Sigríður Jóndóttir formaður, Þórdís Karlsdóttir, Jóhanna Rósmundsdóttir, Kristín Anna Oddsdóttir sem kom sem varamaður Magneu Drafnar Hlynsdóttur og Magnús Steingrímsson sem einnig kom inn sem varamaður fyrir Jóhann Björn Arngrímsson en þau boðuðu forföll. Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs Strandabyggðar var Þorsteinn Óli Viðarsson sem tengdist fundinum í síma.
Starfsmaður er Hrafnhildur Skúladóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sem ritar fundargerð.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Íþróttamanneskja ársins, auglýsa eftir tilnefningum í desember og ítreka í janúar. Verðlaun verða svo afhent á Íþróttahátíð Grunnskólans. Reglur yfirfarnar og samþykktar af nefndinni. Sigríður sér til þess að auglýst verði bæði á netinu og með dreifibréfi í hús.


2. Reglur um Menningarverðlaun Strandabyggðar. Nefndarformaður mun leggja reglur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.


3. Fjárhagsáætlun.

a. Nefnd leggur til að sveitarstjórn taki fyrir sem fyrst á fundi að aldursmörk barna fyrir aðgangseyri að Íþróttamiðstöð verði hækkað úr 13 í 16 eða 18 ár.

b. Hvað er búið að gera og hvað er eftir í endurbótum Íþróttamiðstöðvar.

o Búið
1. Gufubað búið, nema hurðin.
2. Gler löngu komið í þakgluggann en enn er beðið eftir ísetningu.
3. Endurbótum sem lokið er í kjallara: 3 x sandsíur, 3 x klórstöðvar og 3 x hringrásadælur uppsettar. Ófyrirséðar endurbætur sem ekki var hægt að fresta.


o Öðru frestað svo útgjöld myndu ekki fara yfir fjárhagsramma endurbóta sem var 16 milljónir.
TÍM nefnd leggur til að endurbótum í Íþróttamiðstöð verði haldið áfram eins og kostur er velferð og lýðheilsu íbúa Strandabyggðar til handa.


4. Starfsáætlun nefndar yfirfarin og send nefndarmönnum.


5. Samantekt sumarstarf.

a. Ráðning sumarstarfsfólks
o Þarf að vera klárt fyrr.
o Stjórnun þarf að vera ljós. Mjög óheppilegt að sumarfrí íþrótta- og tómstundafulltrúa skyldi vera svona langt. Var uppsafnað sem þurfti að taka út.
o Samstarf við félagsþjónustu. Þar þarf að skerpa á verkaskiptingu. Félagsþjónustan ræður liðveislu og á að bera ábyrgð á henni en ekki starfsfólk vinnuskóla eða sumarnámskeiða.
Nefnd leggur til að unnið verði að skýrari verkaskiptingu.


b. Hamingjudagar. Þurfum að halda þá með einhverjum hætti. Ungmennaráð er til í að leggja þar sitt að mörkum.
Nefndin styður aðkomu Ungmennaráðs að skipulagningu Hamingjudaga og framkvæmd.
Ungmennaráð vill líka hafa brennu um áramótin.

6. Forvarnir og forvarnarstarf

o Veiga Gretars með fyrirlestur um transfólk. Forvarnir gegn fordómum. Vel mætt á fróðlegan fyrirlestur.
o Pálmar Ragnarsson með fyrilestur um jákvæð samskipti. Einnig vel mætt hér á fróðlegan fyrirlestur.
o Fokk me fokk you.

Nefnd vill sjá aukið samstarf milli félagasamtaka og aðila á svæðinu, jafnvel við nágrannasveitarfélög, við að fá fyrirlesara og aðra til okkar sem vinna að forvörnum.
o Nikótínpúðar
o Veip
o Fordómafræðslu
o Netsamskipti
o Tik tok
o Aldurstakmörk á öppum
o Andleg og líkamleg heilsa


7. Starfslýsing íþrótta og tómstundafulltrúa. Er í vinnslu.


8. Frisbígolf. Hvar stendur málið. Umhverfis- og skipulagsnefnd er með málið í vinnslu.
Hafdís Gunnarsdóttir er komin með styrk fyrir fimm körfum.
Nefndin hvetur til þess að þessum körfum verði fundinn staður og komið niður.


9. Önnur mál
o Varnargirðing fyrir neðan brekkuna í Kirkjuhvamminum?
Nefndin leggur til að farið verði í að setja upp bráðabirgða varnargirðingu sem fyrst fyrir neðan sleðabrekkuna til að forða slysum. Finna þarf svo varanlegri lausn.
o Menningarviðburðir?
Nefndin hvetur alla þá íbúa Strandabyggðar sem hugmyndir hafa að skemmtunum sér og öðrum til handa, endilega til að koma þeim í framkvæmd.


Fundi slitið 19.10

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón