Tómstunda-,íþrótta- og menningarnefnd nr. 81, 08.04.2024
Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd
Nefndarfundur nr 81
Mánudaginn 8 apríl 2024 var 81. nefndarfundur TÍM nefndar haldinn í Ráðhúsi Strandabyggðar á Hólmavík. Hófst fundurinn kl. 14:00.
Eftirtaldir nefndarmenn sátu fundinn: Sigríður Jónsdóttir formaður, Jóhanna Rósmundsdóttir, Kristín Anna Oddsdóttir og Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir komu inn sem varamenn, því Þórdís Karlsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson og Magnea Dröfn Hlynsdóttir boða forföll. Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs Strandabyggðar boðar forföll.
Jóhanna Rósmundsdóttir ritar fundargerð.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Menningarverðlaun Strandabyggðar, auglýsa eftir tilnefningum í apríl og ítreka í maí. Verðlaun verða svo afhent á 17. Júní. Reglur yfirfarnar og samþykktar af nefndinni. Sigríður og Magnea búa til auglýsingu og sjá um að auglýsa.
2. Opnunartími í íþróttamiðstöð
Ákveðið hefur verið í samráði við starfsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar að hafa áfram með þá opnun sem var til reynslu í febrúar og mars. Opið verður á laugardögum frá klukkan 11 til 15. Nefndin fagnar þeirri ákvörðun. Nefndin vill hins vegar benda á að opnun um páskana hefði mátt vera meiri, samanborið við seinustu ár.
3. Starfsáætlun nefndar
Starfsáætlun ársins yfirfarin og samþykkt af nefndinni.
4. Erindisbréf ungmennaráðs
Nefndin leggur til við Sveitastjórn að sveitastjóra verði falið að fara yfir erindisbréfið.
5. Sumarstarf
• Mönnun í íþróttamiðstöð
• Vinnuskóli
• Sumarnámskeið
• Hátíðir
Formaður nefndar fer yfir málin varðandi mönnun í sumarvinnu en búið er að leggja umsóknarfrestinn þar sem ekki hefur náðst að manna allar stöður. Unnið er að skipulagningu sumarnámskeiða í samvinnu við Geislann. Sveitarfélagið er kvatt til að aðstoða við að finna sumarnámskeið.
Formaður nefndar fer yfir málin varðandi Hamingjudaga og þá vinnu sem verið er að vinna af ungmennaráði. Nefndin leggur til að formaður nefndarinnar og starfsmaður tómstundasviðs kalli til fundar með formanni ungmennaráðs og fari yfir dagskrá og annað utanumhald sem fylgir slíkri hátíð.
Rætt var um hátíðina Galdrafár sem verður haldin 19. -21. apríl, mjög spennandi hátíð sem vekur mikla athygli innan og utan landsteinanna.
6. Önnur mál
• Frisbígolf. Nefndin mun senda út íbúakönnun um staðsetningu og koma þessu í notkun með vorinu. Íbúakönnun er klár og mun verða send út á næstu dögum.
• Breyting á opnunartíma á Ozon. Ekki verða gerðar neinar breytingar núna í vor með opnunartíma í Ozon, ekki voru nægar forsendur og ekki lágu fyrir nægar upplýsingar með fyrirkomulagið sem búið var að semja um í haust.
• Kynna þarf betur fyrir foreldrum fyrirkomulag frístundastyrkja og með hvaða hætti hægt sé að sækja um.
Fundi slitið
15:27