A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd fundur 7. júní 2023

Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd Fundargerð nr. 78

Fundur var haldinn í Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd, 7. júní 2023 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík, og hófst fundurinn kl. 17:00.

Eftirtaldir nefndarmenn sátu fundinn: Sigríður Jónsdóttir formaður, Magnea Dröfn Hlynsdóttir, Magnús Steingrímsson, Jóhanna Rósmundsdóttir og Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir. Jóhann Björn Arngrímsson boðar forföll. Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs Strandabyggðar Jóhanna Rannveig Jánsdóttir. Einnig boðar Hrafnhildur Skúladóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi forföll. Jóhanna Rósmundsdóttir ritar fundargerð.

Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Menningarverðlaun
    o Reglur- endurskoðaðar
    o Ákvörðun um úthlutun
2. Erindi frá Hafdísi Gunnarsdóttir
3. Yfirlit yfir vetrarstarfið
4. Sumarstarf
5. Önnur mál

Þá var gengið til dagskrár:
1. Menningarverðlaunin
Reglur yfirfarnar og viðeigandi breytingar gerðar. Nefndin leggur til að sveitastjórn samþykki breytta reglugerð nefndar. Tilnefningar til menningarverðlauna yfirfarnar og ákveðið hverjir hljóta Menningarverðlaun og sérstaka viðurkenningu árið 2023.

2. Erindi frá Hafdísi Gunnarsdóttur Nefndin tekur vel í erindið. Formaður nefndar verður í samband við framkvæmdarstjóra HSS um áframhaldandi vinnu við þetta verkefni.

3. Yfirlit yfir vetrarstarfið
Félag eldri borgara í Strandabyggð hafa verið með frábært starf í vetur eins og aðra vetur, þau hafa verið í handverki, að spila í flugstöðinni. Þau hafa verið virk í íþróttasalnum og Flosabóli. Skíðafélagið kíkti á þau og leyfði hópnum að prufa að skjóta úr Laser byssum, sem var gaman og spennandi. Einnig tóku þau á móti félögum frá eldri borgurum úr Reykhólasveit og fóru einnig í heimsókn til þeirra. Þau fóru í ferð í Hveravík og út að borða á Laugarhól. Frábært og mikið starf í gangi hjá þeim.

Leikfélagið stóð fyrir leiksýningu í fullri lengd í vetur, Maður í mislitum sokkum og tókst hún vel til. Sýningar á leikritinu voru fimm. Námskeið og hópefli var haldið á Cafe Riis. Einnig var leiklistarnámskeið á vegum leikfálagsins núna í júní fyrir krakka á aldrinum 6-11 ára.

Geislinn hefur staðið fyrir fótboltaæfingum, frjálsum, íþróttaskóla og kynningu á ýmsum íþróttagreinum. Farið var með hóp á tvö frjálsíþróttamót í Laugardalshöllina. Einnig hafa verið helgarnámskeið t.d. körfubolti, fótbolti, lyftingum og glíma. Geislinn stóð einnig fyrir fyrirlestri um jákvæð samskipti.

Skíðafélagið hefur verið með styrktar-, línuskauta- og skíðaæfingar í vetur eins og undanfarin ár og mikið hefur bæst í hópinn þar og aldrei farið eins margir krakkar á Andrésar Andarleikana á Akureyri núna í apríl eða 32 krakkar. Einnig voru haldin tvö námskeið fyrir fullorðina og eitt fyrir Blindrafélagið sem var í annað árið í röð sem það er gert og það var mikið fjör. Einnig voru nokkur heimamót og Strandagangan í 29 skipti, með yfir 200 þátttakendur. Þá nýjung var gerð að vera með Skíðaskotfimimót daginn eftir Strandagöngu og heppnaðist það vel, og hefur félagið fjárfest í Laser byssum og hefur hug á að fjárfesta í riflum því tengdu. Einnig stendur félagið fyrir utanvegarhlaupinu Trékyllisheiðin sem fer fram í ágúst og verður haldið í þriðja sinn nú í sumar.

Golfklúbbur Hólmavíkur fjárfesti í golfhermi og er hann staðsettur í Flugstöðinni og er hann töluvert notaður, einnig hefur verið uppbygging við golfskálan og við brautina sjálfa. Töluverður hópur af fólki stundar golf og eigum við meistara á þessu sviði.

Sauðfjársetur á Ströndum hefur verið með viðburði allt árið eins og Náttúrubarnahátíð í júlí, Hrútadóma í ágúst, Sviðaveislu í október, jólatónleika í desember og síðan hafa verið haldin spilakvöld, fyrirlestrar og leikfélagið setti þar upp sýninguna sína eins og síðasta ár. Einnig eru ýmsir aðrir viðburðir og sýningar yfir sumarið.

Félagsmiðstöðin Ozon hefur verið í samstarfið við félagsmiðstöðvarnar á Reykhólum og í Búðardal, félagsmiðstöðvarnar hittust aðra hverja viku og skiptust á að halda opið hús fyrir hvort annað. Opnun var fyrir 4. – 7. bekk og 8.-10. bekk þá fimmtudaga sem ekki var farið í samstarf. Farið var á Samvest, Samfestinginn og söngvakeppni Samfestingsins.

Ungmennaráð fór á ungmennaþing Vestfjarða 5. nóvember í Bjarnafirði. Einnig var haldið ungmennaþing í Strandbyggð 10. desember. Þau fengu styrk frá Erasmus+ til að fara ferð til Ítalíu sumarið 2022 og tóku á móti þeim hópi hér á Hólmavík haustið 2022.

Héraðssamband Strandamanna hélt borðtennismót, badmintonmót, Ingólfur Árni Haraldsson stóð fyrir fótboltamóti.

4. Sumarstarfið
Ráðin var umsjónamaður vinnuskóla og er hann hafinn. Fyrsta námskeið sumarsins er á vegum Leikfélags Hólmavíkur. Geislinn heldur tveggja vikna námskeið. Óvíst er með hvaða námskeið verður seinustu vikuna í júní en unnið er að því að finna námskeið/afþreyingu.

5. Önnur mál Opnun íþróttamiðstöðvar á laugardögum Nefndin lýsir yfir ánægju með opnun á laugardagsmorgnum og leggur til áframhaldandi opnunar á laugardagsmorgnum næsta vetur.

Fundargerðin yfirfarin og samþykkt.
Sigríður Jónsdóttir
Magnea Dröfn Hlynsdóttir
Jóhanna Rósmundsdóttir
Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir
Magnús Steingrímsson

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 18:50

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón