A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerð Ungmennaráðs - 15. janúar 2015

 

Fundargerð

 

Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar fimmtudaginn 15. janúar kl. 17:00 í Fjósinu, ungmennahúsi Hólmavíkur, Hafnarbraut 19. Mættir voru: Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Trausti Rafn Björnsson, Laufey Heiða Reynisdóttir, Benedikt Jónsson og Jóhanna Rósmundsdóttir. Fundargerð skrifaði Esther Ösp Valdimarsdóttir.

Jóhanna Rósmundsdóttir formaður setur fundinn.

Á fundardagskrá var eftirfarandi:

  1. 1.      Samvinna við sveitarstjórn
  2. Ekkert varð af fyrirhyguðum starfsdegi síðastliðið haust. Ungmennaráð skilur vel að annríki hafi verið hjá nýkjörinni sveitarstjórn en vonast til að verði að slíkum fundi næsta haust.
  3. Ungmennaráð minnir á að að sveitarstjórn á að funda með Ungmennaráði í mars á ári hverju, mikilvægt er að fundurinn frestist ekki til að hægt sé að vinna úr niðurstöðunum fyrir vorið.

 

  1. 2.      Ungmennahús
  2. Reksturinn á húsinu gengur alltaf betur og betur, aðsókn eykst og fjölbreytnin sömuleiðis. Mætingin mætti að sjálfsögðu vera meiri og aldurinn dreifðari en það er að lagast.
  3. Ungmennaráð hvetur Fjósið og dreifnám FNV til að halda kynningu á starfinu fyrir nemendur í unglingadeild Grunnskólans á Hólmavík.

 

  1. 3.      Félagsmiðstöðin Ozon
  2. Kaldrananeshreppur er nú formlega orðinn aðili að Ozon og Ungmennaráðið fagnar því.
  3. Húsnæðismál Ozon rædd og komist að þeirri niðurstöðu að vegna samnýtingar á tækjabúnaði þurfi skólinn jafn mikið á Ozon að halda og Ozon á skólanum. Þrátt fyrir að draumastaðan væri sú að Ozon fengi eigið húsnæði þá er það ekki í sjónmáli. Því leggur Ungmennaráð til að skapað verði aukið rými fyrir starfsemi Ozon innan vegjga skólans, til dæmis í því rými sem hefur skapast með breytingum í Tónskólanum.

 

  1. 4.      Styrktarsamningar

Ferli styrktarsamninga kynnt.

  1. 5.      Leiðtogasólarhringur UMFÍ

Gunnur kynnir ferð sína og Birnu Karenar á Leiðtogasólarhringinn á Laugarvatni í nóvember. Farið var í styrkjakefi og umsóknarkerfi UMFÍ og Evrópu unga fólksins, ræðuhöld og hópeflisleiki. Upplýsingaflæðið var ekki eins og best verður á kosið en innihaldið var gott.

  1. 6.      Hátíðir 2015

Hátíðardagskrá ársins kynnt. Hörmungardagar verða 20.-22. febrúar, Hamingjudagar 26.-28. júní og Turtle festival 10.-16. ágúst.

  1. 7.      Kaffihúsakvöld

Ákveðið að halda svokallaða Hugmyndaveislu 26. febrúar en henni hefur verið frestað vegna annað. Skipulagning dagskrár fer fram á vinnufundi ásamt Húsráði Fjóssins 23. febrúar.

  1. 8.      Verkefni vorsins
  2. Enn er stefnt að því að heimsækja UngNess þing á Seltjarnarnesi og beðið er eftir staðfestri dagsetningu.
  3. Ungmennaráðið fékk boð á ráðstefnuna "The importance of youth organisations in society and democracy" í Hörpunni en hafði því miður ekki tök á því að mæta.
  4. Ungt fólk og lýðræði fer að þessu sinni fram á Hótel Stykkishólmi 25.-27. mars. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Margur verður af aurum api og hyggjast Gunnur og Benedikt sækja hana.
  5. LÚR, listahátíðin Lengst útí rassgati kynnt en um er að ræða vettvang fyrir ungt listafólk á Vestfjörðum að koma fram og kynnast öðru listafólki á hátíð sem skipulögð er af ungu fólki.
  6. San Sebastian er nú orðinn vinabær Strandabyggðar og verður Menningarborg Evrópu árið 2016. Ungmennaráðið stefnir á að skapa samstarfvettvang með ungu fólki í San Sebastian.

 

  1. 9.      Umræður um menntun
  2. Menntun er síðasti umræðuflokkur af fimm sem ungmennráð einsetti sér í upphafi að taka fyrir. Eftirfarandi punktar komu fram í umfjöllun Ungmennaráðs um menntun.
  3. Ungmennaráðið fagnar því að Dreifnám FNV sé til staðar á Hólmavík. Mikilvægt er að gæta þess að Dreifnámið verði áfram til staðar. Eins þarf að kynna starf Dreifnámsins fyrir íbúum Strandabyggðar, einkum vegna þess hversu mikið það hefur vaxið. Tæknileg vandamál eru þó oft til staðar hvað varðar tölvur, hljóð, internet og mynd og brýnt er að gæta að því að tæknimál verði eins og best verður á kosið.
  4. Mikilvægt er að tryggja að allir undir 18 ára aldri sem stunda nám í Strandabyggð hafi möguleka á að sækja námið. Því telur Ungmennaráð að sveitarfélagið þurfi að komast til móts við þá sem búa utan Hólmavíkur og stunda nám í Dreifnámi FNV. Ein leiðin væri að greiða fyrir akstur, önnur væri að flýta Grunnskólanum þannig að samnýta mætti skólabíllinn.
  5. Efla ætti möguleika nemenda til að taka framhaldsskólaáfanga meðfram grunnskóla. Ungmennaráðið telur sniðugast að umsjónarmaður dreifnáms komi að því verkefni, enda myndi slíkt án efa auka aðsókn að dreifnáminu.
  6. Ungmennaráð vill hrósa framförum í sérkennslu við Grunnskólann á Hólmavík sérstaklega enda er stuðningur við þá sem eiga við námsörðuleika til fyrirmyndar.
  7. Bjóða skal upp á fjölbreytt námskeið sem höfða til breiðs hóps, jafnvel námskeið sem veita einingar.
  8. Ungt fólk sem hættir í þarf á stuðningi, hvatningu og utanumhaldi að halda, mikilvægt er að tryggja að slíkt sé til staðar.
  9. Mikilvægt er að hlúa að góðu samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

 

Ungmennaráð felur tómstundafulltrúa að leggja þessi mál fyrir Fræðslunefnd.

 

  1. 10.  Önnur mál

Engin önnur mál

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón