Fundargerð Ungmennaráðs - 16.10.2018
Fundargerð
Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar fimmtudaginn 16. október kl 17:00 á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3. Mættir voru: Helgi Sigurður Júlíusson, Júlíana Steinunn Sverrisdóttir, Elín Victoría Gray, Brynhildur Sverrisdóttir, Guðrún Júlíana Sigurðardóttir, Benedikt Jónsson, Harpa Óskarsdóttir, Laufey Heiða Reynisdóttir og Angantýr Ernir Guðmundsson ritaði fundargerð.
Díana Jórunn Pálsdóttir var fjarverandi.
Fundur var settur kl 17:06
Á fundardagskrá var eftirfarandi:
- Erindisbréf Ungmennaráðs
- Ungmennaráð fór yfir erindisbréf í sameiningu.
- Ungmennaráð leggur til að réttur ungmenna á 16. ári til að mæta á opnun í Fjósið verði færður í erindisbréf Ungmennaráðs.
- Markmið Ungmennaráðs
- Virkja Fjósið Ungmennahús. Halda opnun alla föstudaga og frjálst sé að halda auka opnun sé húsið laust.
- Halda ungmennaþing 27. nóv.
- Standa okkur vel.
- Halda rétt ungmenna á 16. ári til að mæta á opnanir í Fjósið.
- Halda námskeið, forvarna og fræðslu fyrirlestra fyrir ungmenni í Strandabyggð.
- Minna sveitastjórn á áheyrnarfulltrúa Ungmennaráðs og rétt Ungmennaráðs til að sitja sveitastjórnarfund einusinni yfir tímabilið.
- Nýta varamenn Ungmennaráðs.
- Kosið í hlutverk
- Júlíana Steinunn Sverrisdóttir er áheyrnarfulltrúi í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd,
- Díana Jórunn Pálsdóttir er áheyrnarfulltrúi í Umhverfis- og skipulagsnefnd,
- Angantýr Ernir Guðmundsson er áheyrnarfulltrúi í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd.
- Elín Victoría Gray er áheyrnarfulltrúi í Fræðslunefnd.
- Benedikt Jónsson er formaður Ungmennaráðs.
- Önnur mál
- Engin önnur mál.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið 18:17