Fundargerð Ungmennaráðs - 21. apríl 2015
Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar þriðjudaginn 21. apríl kl. 17:00 í Fjósinu, ungmennahúsi Hólmavíkur, Hafnarbraut 19. Mættir voru: Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Trausti Rafn Björnsson, og Jóhanna Rósmundsdóttir. Íris Jóhannsdóttir mætti fyrir hönd Laufeyjar Heiðu Reynisdóttur. Fundargerð skrifaði Esther Ösp Valdimarsdóttir.
Jóhanna Rósmundsdóttir formaður setur fundinn.
Á fundardagskrá var eftirfarandi:
- Undirbúningur fyrir fund með sveitarstjórn
Enn er ekki komin dagsetning fyrir fundinn sem halda á í mars á hverju ári. Gert er ráð fyrir að fundurinn fari fram í maí. Ungmennaráð telur mikilvægt að þess sé gætt að sameiginlegir fundir séu á tilsettum tíma, í mars á ári hverju. Samþykkt að undirbúa skýrslu ráðsins fyrir fundinn og skipt með sér verkum. - Nordic appetizer youth exchanges for beginners. Kynning á vegum Gunnar og Írisar
Fundur á vegum Erasmus+ í Svíðþjóð þar sem ungmenni frá Norðurlöndum komu saman til að vinna að hugmyndum sínum um ungmennaskipti á vegum Erasmus+. Hópurinn var mjög fjölbreyttur og samanstóð af innflytjendum, norðurlandabúum, listafólki, og ýmiss konar ungmennum með fjölbreyttar hugmyndir.
Engin fastmótuð hugmynd um ungmennaskipti er komin fram en fjölmargt stendur til boða enda margir sem hafa áhuga á að starfa með Íslendingum. Íslensk náttúra vekur mikinn áhuga ungmenna sem eru að skipuleggja hin ýmsu listtengdu verkefni, t.d. hvað varða ljósmyndun, leiklist og dans.
Gunnur og Íris þekkja nú hvernig ferlið um að taka þátt í ungmennaskiptum á vegum Erasmus+ virkar og hvernig sækja megi um styrki auk þess sem Gunnur og Íris hafa skapað sér sterkt tengslanet við ungt fólk á öllum Norðurlöndunum að Noregi undanskildum. Þær eru því boðnar og búnar að aðstoða við slíkt starf komi hugmynd að verkefni upp.
Hentugast væri að koma af stað verkefni fyrir aldurinn 16-25 ára og að þeir sem séu tilbúnir að leggja þetta á sig taki þátt því vinnan er töluverð. Verkefnin geta verið mjög fjölbreytt, samstarf og gagnkvæmar heimsóknir, námskeið eða ýmislegt fleira.
Ferðin var styrkt af Erasmus+ en sótt um í samstarfi við tómstundafulltrúa. - Ungt fólk og lýðræði. Kynning á vegum Gunnar og Írisar
Ráðstefna á vegum UMFÍ sem fór fram í Stykkishólmi. Í þetta skiptið fjallaði ráðstefnan um réttind ungs fólks á vinnumarkaði. VR skóli lífsins hentaði yngri kynslóðinni sem ekki hafði reynslu á vinnumarkaði mjög vel, Dale Carnegie þjálfun hjálpaði mjög mikið auk þess sem unnið var með þægindahringinn.
Þarna komu saman ungt og efnilegt fólk sem starfar í ungmennaráðum á öllu landinu, hrist upp í hópnum og lært um ýmislegt mjög mikilvægt sem ungt fólk ætti að láta sig varða.
Íris hefur nýtt efnið sem kennt var og deilt því með nemendum í samfélagsfræði í unglingadeild Grunnskólans í Strandabyggð.
Ungmennaráðið telur mikilvægt að fulltrúar Ungmennaráðis Strandabyggðar taki áfram þátt í Ungt fólk og lýðræði á ári hverju. - Niðurstöður sameiginlegs hugmyndafundar ungmennaráðs og Fjóssins
Hugmyndafundurinn gekk mjög vel, mætingin var góð og margir komu með veitingar. Þátttakendum lá mikið á hjarta þannig að illa gekk að hafa hópaskiptavinnu en hugmyndirnar sátu ekki á sér.
Skipulögð kvöld á mánudagskvöldum og bíókvöld á fimmtudögum.
Bæta þarf skipulagið og vanda að Fjósið sé fyrir alla, ekki aðeins þá sem eru í Dreifnáminu. Því þarf að bæta skipulag og auglýsa betur.
Rætt að Fjósið sé fyrir 16+ en að 10. Bekk sé boðið á ákveðnum kvöldum.
Rætt um vilja til að hafa lítið um raglur.
Ýmsar hugmyndir eru uppi um það sem þyrfti að kaupa inn í húsið
Mikill áhugi fyrir sameiginlegum ferðum
Mikil ánægja er með kvöldið en það þjappaði hópnum mjög vel saman enda bjartsýni og jákvæðni ráðandi. - Málefni Ungmennahússins Fjóssins
Ungmennaráð að skipuleggja viðburði töluvert betur og með meiri fyrirvara til að hægt sé að tryggja að reglum sé framfylgt og að umsjónafólk geti brugðist við.
Samráðssíða Fjósafólks á Facebook kynnt og henni fagnað.
Ungmennaráð fagnar því að Fjósið er nú orðinn formlegur aðili að Samfés, samtökum félagsmiðstöðva- og - Hamingjudagar 2015. Viðburður/ir á vegum ungmennaráðs
a) Ungmennaráðið telur mikilvægt að útiskemmtunin haldi sér og að hún verði á laugardagskvöldi. Eins er mikilvægt að um sé að ræða tónlist se fólk þekkir og að fólk geti tekið virkan þátt, ef um er að ræða óþekktar hljómsveitir þurfi að spila þekkta tónlist.
b) Ánægja með hverfisseammtanir og brennu á föstudagskvöldi.
c) Þyrfti að vera meira um leiktæki, hoppukastala, candyfloss, blöðrur og annað í þeim anda.
d) Mælt með því að kökurnar séu að degi til.
e) Stungið upp á því að auglýsa eftir ungu fólki sem vill nýta Hamingjudaga í að öðlast reynslu á því að koma fram og sýna hæfileika sína. Lagt til að boðið verði upp á að ungt fólk á aldrinum 13-25 ára sæki um að koma fram á hátíðinni gegn því að fá sanngjarnan ferðastyrk. Tómstundafulltrúa falið að útfæra hugmyndina. - Fyrirkomulag Vinnuskóla Strandabyggðar árið 2015
Tómstundafulltrúi kynnir nýtt fyrirkomulag og mælist það vel fyrir. - Umræður um atvinnumál í Strandabyggð
Erindi tekið upp á fundi að beiðni meðlima ungmennaráðs.
Ungmennaráðið telur mjög mikilvægt að betur verði hlúð að starfsfólki Strandabyggðar. Ungmennaráðið leggur til að starfsfólk Strandabyggðar:
Gangi fyrir í sumarstörf á vegum Strandabyggðar.
Þurfi að hafa haft lögheimili í Strandabyggð um nokkurn tíma áður en starf hefst.
Hafi kost á því að ráða sig í fullt starf árið um kring og þurfi ekki að sækja um starfið sitt ár frá ári. Slíkt hvetur til menntunar og sérhæfingar og eykur ánægju í starfi.
Borin sé virðing fyrir starfsframlagi fólks með því að bjóða því vinnu allan ársins hring ekki aðeins hluta úr ári, þannig megi tryggja rétt til eðlilegs sumarfrís.
Haft sé í huga að starfsmannahald sé faglegt og ekki byggt á sögusögnum þrátt fyrir að samfélagið sé lítið.
Sé ánægt í starfi og að sveitastjórn leggi sig fram við að hlúa að því.
Ungmennaráð hvetur sveitarstjórn til að taka afstöðu og breyta til hins betra. Ungmennaráð óskar svara við eftirfarandi: Sér sveitarstjórn sér fært að ráða starfsfólk á ársgrundvelli ýmis störf í Strandabyggð í stað 9 mánaða í senn? - Starf ungmennaráðs veturinn 2015-2016
Útlit er fyrir að ungmennaráðið muni endurnýjast alfarið á næsta ári. - Önnur mál
Val í ungmennaráð. Ungmennaráð leggur til að reglur um val fulltrúa í Ungmennaráð verði endurskoðaðar og einfaldaðar, sérstaklega með tilliti til þess að Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd hefur að öðru leiti en því að tilnefna fulltrúa engin tengsl við Ungmennaráðið að svo stöddu.