A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerð Ungmennaráðs - 22. mars 2018

Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar fimmtudaginn 22. mars kl. 18:00 í Hnyðju,  Höfðagötu 3. Mættir voru: Birna Karen Bjarkadóttir ,Guðrún Júlíana  Sigurðardóttir,  Júlíana Steinunn Sverrisdóttir og Díana Jórunn Pálsdóttir. Angantýr Ernir Guðmundsson mætti ekki. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúar sat einnig fundinn og skrifar fundargerð.

Fundur var settur kl. 18:06.

 

Á fundardagskrá var eftirfarandi:

  1. Nefndarmál
    Allir mættir meðlimir hafa ekki fengið boð á nefndarfundi.

  2. Hamingjudagar
    Ungmennaráð ætlar að bjóða aftur upp á Nerf-byssu bardaga á Hamingjudögum þar sem það gekk svo vel í fyrra. Ungmennaráð ætlar mögulega að bjóða upp á fleiri dagskráliði og aðstoða við framkvæmd á Hamingjudögum, það verður skipulagt þegar nær dregur.

  3. Landsþing ungmennahúsa
    Guðrún Júlíana kynnti fyrir Ungmennaráði hvað fór fram á landsþingi ungmennahúsa. Landsþingið gaf hugmyndir hvernig væri hægt að bæta okkar ungmennahús t.d. hafa opið tónlistarrými þar sem ungmenni geta komið og spilað þegar þau vilja. Ungmennaráð ætlar að skoða hugmyndir af lausnum betur.

  4. Næsta ungmennaþing
    Næsta ungmennaþing verður haldið þriðjudaginn 15.maí. Á ungmennaþinginu ætlum við að hafa kynningu á sveitarstjórnarkosningum og gervi kosningu á meðal ungmennanna.

  5. Önnur mál

                                                                                                                                 Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið 19:03.

           

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón