Fundargerð Ungmennaráðs - 29.janúar 2019
Fundargerð
Fundur var haldinn í ungmennaráði þriðjudaginn 29. Janúar 2019 kl 20:00 og var staðsettur í Hnyðju.
Eftirtaldir nefndarmenn eru mættir: Benedikt Jónsson, Angantýr Ernir , Díana Jórunn Pálsdóttir, Júlíana Steinunn Sverrisdóttir og Elín Victoría Gray
Ingibjörg Benediktsdóttir Oddviti, Þorgeir Pálsson og Aðalbjörg Sigurvaldadóttir eru gestir á fundinum. Einnig voru Íris Ósk Ingadóttir og Jóhanna mættar til að kynna verkefni sem þær vinna fyrir Vestfjarðastofu.
Þá er gengið til dagskrár:
1. Kynning á verkefninu valdefling ungs fólks.
Jóhanna og Íris Ósk kynna verkerkefni sem þær vinna að á vegum Vestfjarðarstofu. Það snýra að því að efla ungt fólk og virkja sveitarfélög til að setja á fót ungmennaráð.
Þær heimsóttu öll sveitarfélög á Vestfjörðum í nóvember og desember.
Það hefur komið fram tillaga um að hafa ungmennaþing á Hólmavík í haust
2. Kynning á skipuriti Strandabyggðar
Ingibjörg kynnir skipurit sveitafélagsins.
3. Kynning á samþykktum um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar.
Ingibjörg kynnir samþykktirnar.
4. Kynning á siðareglum Strandabyggðar.
Ingibjörg kynnir siðareglur Strandabyggðar.
5. Kynning á reglum félagshemilis og umgengni þar
Ungmennaráði barst tölvupóstur frá húsverði félagsheimilis Hólmavíkur. ungmennaráð skoðaði og ræddi innihalds póstsins.
6. Funda um næsta ungmennaþing
Ungmennaráð ræddi næsta ungmennaþing.
7. Fá nyjan áheyurnafulltrúa fyrir TÍM funda
Angantýr og Júlíana skipta um nefnd og Júlíana fer yfir í TÍM-nefnd og Angantýr fer yfir í Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd.
8. Önnur mál
Rætt um björgunarsveitina Sigfús
Fundi slitið 22:00
Díana Jórunn Pálsdóttir
Benedikt Jónsson
Angantýr Ernir Guðmundsson
Júlíana Steinunn Sverrisdóttir
Elín Victoría Gray