A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerð ungmennaráðs - 2. mars 2017

Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar fimmtudaginn 2. Mars kl 16:30 á skrifstofu Strandabyggðar, , Höfðagötu 3. Mættir voru: Kristbergur Ómar Steinarsson, Birna Karen Bjarkadóttir, Kristín Lilja Sverrisdóttir, Guðrún Júlíana  Sigurðardóttir og Máney Dís Baldursdóttir. Esther Ösp Valdimarsdóttir sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

Fundur var settur kl 16:38.

Á fundardagskrá var eftirfarandi:    

 

  1. Annað ungmennaþing Strandabyggðar
    Þingið gekk mjög vel en ráðið gat lært af smávægilegum skipulagsmistökum. Vanda þarf að skipuleggja þingið jafnt fyrir alla aldurshópa. Almenn ánægja er með þingið og búist er við góðri mætingu á næsta þing. Unnið var með eftirfarandi spurningar og þetta voru svörin:

    a.      Hvað getum við gert á Hamingjudögum?
    Paintball er langvinsælast, gokart, lan og átkeppni hlutu mörg atkvæði. Ball, sundlaugarpartý, nerf byssustríð í íþróttahúsinu, vatnsrennibraut, sápubolti, trampólín, bátsferðir, hjólakeppni, selir, hestaferðir, hoppukastalar, fótboltamót, djúpsteiktar rækjur, bubblefótbolti. Tveir aðilar sögðu að halda ætti Hamingjudaga á tveggja ára fresti.
    Ungmennaráðið saknaði brennunar í fyrra, þótti vanta stemmninguna. Lagt er til að auka hreyfanleika fólks, hafa ratleik og stöðvar. Okkur dettur einnig í hug muggaquidditch og ultimate frisbee. Sniðugt væri að bjóða upp á sölutjöld án endurgjalds. Töluvert er rætt um leiðir til að halda ball án þess að koma út í tapi, til dæmis með sjálfboðavinnu. Varast þarf að reyna að gera öllum til geðs heldur halda sig fremur við þemað Hamingja. Ákveðið að halda sérstakan Hamingjudagafund ungmennaráðs.

    b.      Á að fæara ungmennahúsið? Virka félagsmiðstöð og ungmennahús saman?
    Svarið er nánast einróma já og lítið er um rökstuðning. Það virðist mikilvægt að þess sé gætt að opnanir séu ekki á sama tíma.
    Ungmennaráð telur að ljóst sé að flytja ætti hvort tveggja í félagsheimilið.

    c.       Hvernig er hægt að virkja alla í félagslífi? Hvernig viðburði er hægt að hafa?
    Mjög margir vilja alltaf hafa frían mat, pizzur og snakk. Upp koma hugmyndir um pókerkvöld, að fara út að gera útihluti, keppnir og hópavinnu, fjallgöngur og að gista í tjöldum, hjólaferð á Drangsnes, að safna áheitum til styrktar ungmennahúsinu, þrífa allar rollur, hafa skemmtilega viðburði, þrautaleikir, fitnesskvöld í ræktinni, dýrakvöld, útileguferð, utanlandsferð, blackjack, búa til hugmyndabanka og hvetja til þess að hann sé notaður, hóptölvuleikjakvöld, hoppa í hringi, hænuólympíuleikar, fótboltamót, virkja félagsíf með mismunandi viðburðum, ekki alltaf það sama, viðgerðakvöld, útileikir, hittast eftir skóla eða vinnu, spilakvöld, bíó, vinahópar, partý og gistikvöld. Hægt væri að hafa félagsmiðstöð á miðvikudögum og fimmtudögum og æskilegt væri að gólfið væri flott.

    Ungmennaráð telur þetta góðan hugmyndabanka. Ljóst er að áhugi er fyrir aukinni útivist og hreyfingu og gaman verður að vinna meira með það, jafnvel í samstarfi við björgunarsveitina. Ungmennaráðið stefnir á að skipuleggja vorferð.

    d.      Opnanir í ungmennahúsi og/eða opnanir í félagsmiðstöð
    Lagt var til að hafa dyravörð í stað ráðs í ungmennahúsi og að hægt væri að opna án mikils fyrirvara. Opna þarf Fjósið a.m.k. einu sinni í viku og á öðrum tíma en Ozon, gaman væri að fara í leiki, baka, elda, dansa og fara í íþróttahúsið. Gott væri að hafa einnig opið í félagsmiðstöð á daginn og helst sem oftast. Óskað er eftir auknu aðgengi að húsinu, helst alla daga, skipulögð dagskrá er ekki alltaf nauðsynleg. Mjög margir vilja hafa opið hús í félagsmiðstöð a.m.k. tvö kvöld í viku, margir tala um þriðjudaga og fimmtudaga.

    Ungmennaráð lítur svo á að opnanir í Ozon ættu að vera tvisvar í viku og að ungmenni geti nýtt sér húsnæðið hvenær sem er.

    e.       Hvernig á að innrétta rýmið?
    Eftirfarandi svör voru raunhæf: Poolborð, play station 4, flatskjár, pingpong og skemmtilegt drasl. Gott væri að mála og skreyta og gera lógó á vegginn. Sófi, speglarými, boltaland, frystikista fyrir ís og sun lolly.

    Ungmennaráðið vill endilega hafa boltaland með speglarými, aðar hugmyndir koma ekki á óvart en væri gott að framkvæma. Jafnframt vilja þau hafa spilaaðstöðu.

    Á þinginu voru stofnaðir tveir vinnuhópar; boltalandshópur og hamingjudagahópur. Allir í hópunum eru nemendur í grunnskólanum. Lagt er til að Guðrún og Esther haldi utan um vinnu þessara hópa í tensglum við félagsmálaval.

  2. Nefndarseta ungmennaráðs
    Birna Karen og Máney segja frá fundum sínum með fræðslunefnd og tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd.

  3. Hugmynd að ungmennaskiptum
    Máli frestað til næsta fundar.

  4. Erindi frá forvarnarteymi
    Ungmennaráð tekur vel í erindið og stefnir að því fjalla um vímuefni og forvarnir á næsta ungmennaþingi. Ungmennaráðið telur tölvufíkn þó einnig vera vandamál í samfélaginu og vill leggja áherslu á það. Þar af leiðir að næsta ungmennaþing verður um fíkn almennt.

  5. Þriðja ungmennaþing Strandabyggðar
    Ákveðið að fjalla um fíkn á næsta ungmennaþingi í lok apríl.

  6. Ungt fólk og lýðræði
    Borist hefur boð á ráðstefnu UMFÍ 5.-7. apríl á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Um er að ræða árlega ráðstefnu en í þetta skiptið er yfirskriftin Ekki bara framtíðin - Ungt fólk, leiðtogar nútímans. Ákveðið að senda tvo fulltrúa.

  7. Erindi frá Náttúrubarnaskólanum
    Skapandi sumarstörf og framboð þeirra leggst ágætlega í ungmennaráð en mikilvægt er að hafa skírt umsóknarferli og verklýsingu þannig að allir skili sinni vinnu vel.

  8. Raddir ungs fólks skipta máli
    Borist hefur boð á ráðstefnu UMFÍ "Raddir ungs fólks skipta máli!" fyrir þá sem standa að baki ungmennaráða sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka auk fulltrúa ungmennaráðanna sjálfra. Ákveðið að tómstundafulltrúi fari auk fulltrúa ungmennaráðs.

  9. Önnur mál
    Mikilvægt er að virkja varamenn til þátttöku ú starfi ungmennaráðs, sérstaklega í tengslum við þing og í afæeysingar. Formaður mun halda fund með varamönnum.                                                                                              

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið 18:55.
           

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón