Fundargerð ungmennaráðs 19. nóvember 2020
Fundargerð
Fundur verður haldinn í ungmennaráði Strandabyggðar mánudaginn 9. nóvember kl. 16:00 í Hnyðju og á Zoom.
Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Elín Victoría Gray, Jóhanna Rannveig Jánsdóttir, Unnur erna Viðarsdóttir, Valdimar Kolka Eiríksson og Bára Örk Melsted.
Esther Ösp Valdimarsdóttir, tómstundafulltrúi sat fundinn og ritaði fundargerð
Dagskrá
1. Tillaga sveitarstjórnar um breytingu á samsetningu ungmennaráðs
- Ákvörðun sveitarstjórnar að hækka aldurstakmark í unmennaráð og hafa það fyrir 16-25 áraRætt um fjölmörg ólík sjónarmið og rök. Ungmennaráð leggur til að breyting á aldurssamsetningu verði lögð fyrir næsta ungmennaþing til að tryggja sem lýðræðislegasta ákvörðun þar sem raddir ungmenna fá að heyrast. Tillaga ungmennaþings verði í kjölfarið lögð fyrir sveitarstjórn en ekki kosið í nýtt ungmennaráð fyrr en komist hefur verið að sameiginlegri niðurstöðu.
- Tillaga um endurstkoðun á erindisbréfi. Lagt til að endurskoðun verði frestað þar til kosið hefur verið í nýtt ungmennaráð.
2. Ungmennaþing og kjör til ungmennaráðs
Ungmennaráð leggur til að kjöri verði frestað til annars ungmennaþings vetursins en það fyrsta nýtist til að ræða aldurssamsetningu ráðsins.
Lagt er til að ungmennaþing verði rafrænt og ungmenni sem eru fjarri heimabyggð í skóla og vinnu verði hvött til þátttöku.
Fyrsta ungmennaþing verði haldið fimmtudaginn 19. nóvember kl. 17.
3. Málefni Fjóssins
Rætt um mikilvægi þess að virkja ungmennahúsið, þó rafsænt sé á tímum covid. Eldri fulltrúar ráðsins endurvekja Facebook hópinn Ungmenni í Strandabyggð og bjóða viðeigandi þátttakendum þangað inn.
4. Bókavík
Stefnt er að því að halda Bókavík í Strandabyggð í lok nóvember. Skipulagsskjali hefur verið deilt með fultrúum ungmennaráðs og þeir hvattir til að leggja fram hugmyndir og ráð.
5. Önnur mál
- Bára kynnir ReGeneration 2030 ungmennasamtökin sem snúast um sjálfbæra þróun og byggja á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Samtökin ná yfir Norðurlöndin og löndin við Eystrasalt og er Bára formaður þeirra.
Fundi slitið kl. 17:50