Ungmennaráð fundargerð frá 17. febrúar 2024
Fundur haldinn 17. Febrúar kl 18:00 á Zoom. Fundardagskrá er efirfarandi:
1. Hamingjudagar
2. Ungmennaþing á Vestjörðum
3. Herranótt sýning í félagsheimilinu
4. Ungmennaþing
5. Önnur mál
Fundur setur kl 18:00
Umræða:
1.Hamingjudagar
Ungmennaráðinu gengur vel að skipuleggja hamingjudaga og við erum að stefna að
halda þá 8-9 júní. Við héldum happdræt tl að fármagna fyrir þeim og það gekk mjög
vel og við ætlum að draga út 23. febrúar.
2. Ungmennaþing á Ísafrði
Ungmennaþingið á Vestjörðum verður haldið á Ísafrði 10-11 apríl. Við sjálf í ungmennaráðinu sjáum okkur ekki fært að mæta en við athuguðum með Þórey Heklu sem sér um Ozon, hún ætlaði að athuga hvort að krakkarnir sem eru í Ozon myndu hafa
áhuga á að mæta og þeim er það velkomið. Það þarf þá að fá bíl tl að keyra þeim og fá umsjónarmann með þeim en við verðum í sambandi með Þórey Heklu að ræða það og reyna að gera þeta mögulegt fyrir þau. Markmið ungmennaþingsins er að ungmennin fá tækifæri tl að kynnast hvort öðru, fræðast um samfélagið og valdefla þau tl að láta
skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif. Á þinginu verður kosið í Ungmennaráð Vestjarða. Þema þingsins í ár er nátúran og umverfð.
3. Herranót sýning í félagsheimilinu
Jóhanna Rannveig er í herranótt leikfélaginu og þau eru á fullu að sýna sýninguna
Herakles. Þeta er þeirra 180. Uppsetning og fallar um gríska kappann Herakles. Hún
ætlar að athuga hvort að það sé hægt að fá að sýna leiksýninguna á Hólmavík í
félagsheimilinu á Hamingjudögum. Hún mun tala við Salbjörgu með að fá að bóka
félagsheimilið og svo leikhópinn og stjórnina líka hvort þau eru öll tl í að koma og sýna.
4. Ungmennaþing
Næsta ungmennaþing verður haldið laugardaginn 9. mars í Ozon. Á ungmennaþinginu
ætlum við að reyna fá hugmyndir frá ungmennum á Hólmavík hvað þau vilja gera á
hamingjudögum. Við tökum við öllum hugmyndum og ætlum að reyna gera okkar besta
að hafa dagskrá sem allir geta nýt sér og haf gaman.
5. Önnur mál
Engin önnur mál
Fundargerð yfrfarin og samþykkt. Ekki meira var rætt. Fundi var slitð kl 18:55