A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ungmennaráð fundargerð frá 23. apríl 2024

Ungmennaráð Strandabyggðar

Það verður fundur 23. Apríl kl 19:00 á Zoom. Fundardagskrá er eftirfarandi:

1. Hamingjudagar
a) dagskrá
b) aðstoð frá íbúum í Strandabyggð
c) sunnudagsmessa í Tröllatungu
d) annað

2. Björgunarsveita námskeið

3. Meira samstarf með Ozon ráði/unglingavinnunni í sumar

4. Work shop

5. Eldriborgara starf

6. Annað mál

Umræða:

1. Hamingjudagar

a. Dagskrá
Við fórum yfir dagskránna aftur og fækkuðum aðeins dagskrá liðum og skipulögðum
meira hvernig dagskráliðirnir myndu vera og skiptum niður verkum hver ætti að sjá um
hvað. Loka dagskrá verður tilbúin fyrir helgi.

b. Aðstoð frá íbúum í Strandabyggð
Vegna lítils áhuga hjá íbúum í Strandabyggð að hjálpa við uppsetningu hamingjudaga, þá
er líklegt að upprunulega dagskráin sem við vorum búin að setja upp verður minnkuð og
hátíðin verður frekar gerð fyrir krakkana og að skemmta þeim.

c. Sunnudagsmessa í Tröllatungu
Sigríður Drífa sendi okkur að hún vildi halda Messu á tröllatungu á sunnudeginum. Við
erum opin fyrir að hafa það á dagskránni en við munum ekki sjá um messuna. Verðum í
sambandi við kirkjustarfið á Hólmavík hvort þau séu til í að halda messuna.

d. Annað
Við ræddum um styrki og hvernig við ætlum að auglýsa. Við ætlum að hafa loka dagskrá
tilbúna fyrir helgi og auglýsingin kemur einnig út fyrir helgi.

2. Björgunarsveitanámskeið
Það er mikill áhugi hjá ungmennum í Strandabyggð að halda unglinga björgunarsveit, Þórey
Hekla verður í sambandi við björgunarsveitina og athuga hvort þetta sé möguleiki.
Markmiðið er að á næsta skólaári verði hægt að skrá sig í unglinga björgunarsveit ef það
verður áhugi fyrir því.3. Meira samstarf með Ozon ráði/unglingavinnunni í sumar
Unnur Erna ætlar að fara á síma fund með Ozon ráði Miðvikudaginn 24. Apríl til að kynna
ungmennaráðið fyrir Ozon ráðinu og kvetja þau til þess að bjóða sig fram í næstu kosningum.

4. Work Shop
Við í ungmennaráðinu ætlum að halda work shop 1-2 júní fyrir okkur. Við ætlum að gera
skemmtilega hluti saman og einnig byrja að undirbúa fyrir hamingjudaga.

5. Eldriborgara starf
Fyrir nokkrum árum þá voru pælingar hjá ungmennaráðinu að gera einhvað skemmtilegt með
öldruðum einstaklingum á svæðinu. Okkur datt því í hug að halda spilahitting eða
föndurhitting sem ungir og aldraðir gætu mætt á. Við myndum því stefna á að halda þetta í
félagsheimilinu. Einnig hefur Lions klúbburinn verið að halda bingó og við í
ungmennaráðinu ætlum að reyna kvetja unga fólkið á svæðinu til þess að mæta og búið til
einhversskonar krakkahóp.

6. Annað mál
a) Leikjakvöld
Ungmennráðið ætlar að halda leikjakvöld í sumar. Munum halda það 1x í júní og 1x í júlí
og munum bjóða öllum íbúum í Strandabyggð með. Tilgangurinn með þessu er að
vonandi muni krökkum á svæðinu finnast þetta skemmtilegt og munu byrja að hittast
oftar saman sjálf og leika sér.

Fundargerðin yfirfarin og samþykkt. Ekki meira var rætt á fundinum og honum var slitið 20:15

Unnur Erna Viðarsdóttir
Jóhanna Rannveig Jánsdóttir
Þorsteinn Óli Viðarsson
Valdimar Kolka Eiríksson
Elías Guðjónsson Krysiak

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón