A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ungmennaráð fundargerð frá 9. júní 2024

Ungmennaráð Strandabyggðar
Það verður fundur haldinn 9. júní í Ozon kl 17:00. Fundardagskrá er eftirfarandi: 
  1. Leikja kvöld
  2. Sameina hamingjudögum með annarri bæjarhátíð
  3. Annað mál
Umræða: 

     1. Leikja kvöld
Okkur í ungmennaráðinu finnst mjög mikilvægt að halda góðu félagslífi hjá unga fólkinu, okkur datt því í hug að halda leikjakvöld nokkrum sinnum í sumar og reyna að fá sem flesta krakka í Strandabyggð að mæta og taka þátt. Markmiðið með þessum leikjakvöldum er að krakkarnir myndu þá ákveða sjálf að fara út að leika og þurfa þá ekki að vera í umsjón af okkur. 

Fyrsta leikjakvöldið verður 12. júní og ef það gengur vel þá munum við vonandi halda fleiri í sumar. Við erum með staðfesta dagsetningu af öðru leikjakvöldi sem verður 8. ágúst, þá verða vonandi fleiri krakkar að koma utan frá Strandabyggð vegna bæjarhátíðarinnar. 

     2. Sameina hamingjudaga með annarri bæjarhátíð
Við fengum þær fréttir að það er verið að taka upp nýja bæjarhátíð á Hólmavík sem heitir "Sameinumst á Ströndum". Okkur var boðið að sameinast með þessari bæjarhátíð og við samþykktum það. Með því skilyrði að við mættum hafa einhverja af okkar dagskráliðum ennþá í dagskránni. Við munum þá m.a. sjá um skemmtunina á Galdaratúni, aqua zumba og loppuna. Við ræddum um hver af okkur myndi skipuleggja og redda hverju fyrir okkar dagskráliði. 

     3. Annað mál
         a. Erasmus
2022-2023 fórum við í ungmennaskipti í gegnum erasmus með Ozon. Ferlið gekk mjög vel og var ótrúlrgs skemmtilegt. Við erum því opin fyrir því að skipuleggja aðra svona ferð fyrir fjósið. En við stefnum ekki á að gera þetta fyrr en í haust eða vetur einhvern tímann. 

Fundargerðin var yfirfarin og samþykkt. Ekki meira var rætt á fundinum og honum var slitið 18:00.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón