12. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps, 9. maí 2012
Mættir: Bryndís Sveinsdóttir (Strandabyggð), sem stýrði fundi, Hrefna Þorvaldsdóttir, í síma (Árneshreppur), Jenný Jensdóttir (Kaldranaeshreppur). Andrea Björnsdóttir (Reykhólahreppi) og Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir (Strandabyggð) boðuðu forföll.
Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri skrifaði fundargerð.
Mál á dagskrá:
1. Starfslýsing forstöðumanns félagsstarfs aldraðra
Bókun: Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps samþykkir starfslýsingu forstöðumanns félagsstarfs aldraðra fyrir félagsþjónustuna.
2. Trúnaðarmál
Bókun skv. niðurstöðu færð í trúnaðarbók.
3. Húsnæðismál í Strandabyggð, erindi frá Kristínu S. Einarsdóttur, dags. 19.apríl 2012.
Í erindi er óskað eftir afstöðu Velferðarnefndar varðandi sölu á íbúðahúsnæði í eigu sveitarfélagsins Strandabyggðar þegar skortur er á leiguhúsnæði.
Bókun: Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps vísar erindinu til sveitarstjórnar Strandabyggðar.
3. Trúnaðarmál
Bókun skv. niðurstöðu færð í trúnaðarbók
4. Minnisblað vegna fundar félagsmálastjóra og formanns Velferðarsviðs við stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi og á Hólmavík sem haldinn var á á Hólmavík, þann 20. apríl klukkan 13:00.
Þrjú mál voru til umfjöllunar á fundinum. Sjúkraþjálfun og/eða endurhæfing á svæði félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. Þátttökubeiðni í sálfræðikostnaði vegna tilraunarverkefnis sveitarfélagsins um að fá sálfræðing á starfssvæðið og samvinna vegna félagslegrar og heilbrigðislegrar heimaþjónustu. Félagsmálastjóri hefur sent formlegt erindi til framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar á Hólmavík en ekki hefur borist svar við því erindi.
Bókun. Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps felur félagsmálastjóra að senda formlegt erindi um mögulega endurhæfingu fatlaðs fólks sem og samvinnugrundvelli fyrir heimaþjónustu á starfssvæði Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.
Fundi slitið klukkan 15:55.