14. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps, 27. ágúst 2012
14. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps haldinn 27. ágúst 2012 klukkan 15:30, á Höfðagötu 3, Hólmavík. Mættir: Andrea Björnsdóttir(Reykhólahreppi), Bryndís Sveinsdóttir (Strandabyggð), Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir (Strandabyggð), Hrefna Þorvaldsdóttir, í síma (Árneshreppur), Jenný Jensdóttir (Kaldrananeshreppur).
Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri skrifaði fundargerð.
Mál á dagskrá:
1. Fundargerðir, 16.,18., og 19. Funda verkefnahóps Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.
Bókun: „Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps samþykkir fundargerðir verkefnahóps málefna fatlaðs fólks, hjá Byggðasamlagi Vestfjarða."
2. Siðareglur félagsþjónustu Stranda- og Reykhólahrepps
Bókun: „Velferðarnefnd Stranda-og Reykhólahrepps fagnar tilkomu siðareglna hjá félagsþjónustunni og samþykkir þær".
3. Eineltis- og viðbragðsáætlun fyrir starfsmenn sveitarfélaganna, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Reykhólahrepps og Strandabygðar.
Bókun: Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps samþykkir eineltis-og viðbragðsáætlun félagsþjónustusvæðanna og mælist til þess að hún sé kynnt öllum starfsmönnum sveitarfélaganna fjögurra.
4. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra
Bókun: Unnar hafa verið reglur um ferðaþjónustu fatlaðra sbr. lög um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum. Velferðarnefnd Stranda- og Reykhólahrepps leggur til að greiða þurfi 350 krónur fyrir hverja ferð og að hámark ferða per mánuð séu 30 ferðir".
5. Kynning á þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014.
Lagt til kynningar framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Óskað er eftir tenglum frá öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum e ins og öðrum landshlutum. Verkefnahóur málefna fatlaðs fólks hjá Byggðasamalgi Vestfjarða leggur til að félagsmálastjórar á hverju svæði verði tenglar vegna framkvæmdaráætlunarinnar.
Bókun: „Velferðarnefnd Stranda- og Reykhólahrepps samþykkir tillögu verkefnahópsins um að félagsmálastjóri Stranda-og Reykhólahrepps sé tengill við tilnefnda samstarfsaðila sveitarfélaganna fjögurra varðand framkvæmdaáætlunina."
6. Reglur um stuðningsfjölskyldur í málaflokki fatlaðs fólks.
Lagt fyrir nefndina reglur um stuðningsfjölskyldur sem unnar voru af verkefnahópi málefna fatlaðs fólks, hjá Byggðasamlagi Vestfjarða. Reglurnar verða sameiginlegar málaflokknum á öllum Vestfjörðum.
Bókun: „ Velferðarnefnd Stranda-og Reykhólahrepps samþykkir reglur um stuðningsfjölskyldur, sem unnar voru af verkefnahópi Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks".
Fundi slitið klukkan 17:50
Andrea Björnsdóttir
Bryndís Sveinsdóttir
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir
Hrefna Þorvaldsdóttir
Jenný Jensdóttir