18. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps 13. mars 2013
18.fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps haldinn 13. mars 2013 klukkan 14:00, á Höfðagötu 3, Hólmavík.
Mættir: Andrea Björnsdóttir(Reykhólahreppi), Bryndís Sveinsdóttir (Strandabyggð), sem stýrði fundi, Hrefna Þorvaldsdóttir, í síma (Árneshreppur), Jenný Jensdóttir (Kaldrananeshreppur). Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir (Strandabyggð) boðaði forföll, varamaður hennar, Arnar Snæberg Jónsson (Strandabyggð).
Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri skrifaði fundargerð.
Mál á dagskrá:
- 1. Fundargerðir 22.,23.,24.,25.,26.,27.verkefnahóps Byggðasamlags málefna fatlaðs fólks lagðar fram til kynningar.
- 2. Þjónustuhópur aldraðra, skipun nýs hóps
Félagsmálastjóri óskar eftir samþykki Velferðarnefndar um að þjónustuhópur aldraðra verði skipaður upp á nýtt. Þjónustuhópur aldraðra hefur verið starfandi með tilskipan Héraðsnefndar Strandasýslu en með tilkomu félagsþjónustu Stranda- og Reykhólahrepps hefur eitt sveitarfélag bæst við það svæði sem hópurinn þjónar auk þess sem Héraðsnefnd Strandasýslu er að leggjast af. Óskað er eftir að auk fagaðila eigi notandi málahópsins í hverju sveitarfélagi fyrir sig aðild að þjónustuhópnum.
Bókun: Velferðarnefnd samþykkir að óska eftir endurskipan þjónusthóps aldraðra fyrir starfssvæði Félagsþjónustu Stranda- og Reykhólahrepps og felur félagsmálastjóra að senda formlega beiðni þess efnis á þær fjórar sveitarstjórnir sem munu koma til með að eiga aðild að hópnum.
- 3. Kynning á notendastýrðri persónulegri ráðgjöf (NPA)
- 4. Sérstakar húsaleigubætur
Óskað er eftir að hnekkja á forsendum þess sem eiga rétt á sérstökum húsaleigubótum hjá Félagsþjónustu Stranda- og Reykhólahrepps, í reglum um sérstakar húsaleigubætur. Reglurnar eru nú þegar til en félagsmálstjóri óskar eftir að setninginn „Sérstakar húsaleigubætur eru ætlaðar þeim sem búa við verulega erfiðar félagslega og fjárhagslegar aðstæður samkvæmt faglegu mati félagsmálastjóra“ verði sett inn í reglurnar til að enginn vafi leiki á því hvaða forsendur eiga við til grundvallar beiðni um slíkar bætur.
Bókun: Velferðarnefnd Stranda- og Reykhólahrepps samþykkir að setningin „Sérstakar húsaleigubætur eru ætlaðar þeim sem búa við verulega erfiðar félagslega og fjárhagslegar aðstæður samkvæmt faglegu mati félagsmálastjóra“sé bætt inn í reglur um sérstakar húsaleigubætur.
- 5. Aukning um 20 % í barnavernd/tilsjón
Sökum anna í stuðningsvinnu í barnavernd óskar félagsmálastjóri eftir því að fá tímabundið 20 % starfshlutfall til að sinna uppeldisráðgjöf og eftirfylgni með áætlunum um meðferð sbr. 23.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Bókun: Velferðarnefnd Stranda- og Reykhólahrepps telur mikilvægt að verða við beiðni um tímabundna aukningu starfsmanns vegna mála hjá félagsþjónustunni og felur félagsmálastjóra að senda inn erindi þess efnis til þeirra sveitarstjórnar sem á við.
- 6. Reglur í félagslegri heimaþjónustu
Eftir að samræming félagslegrar heimaþjónustu varð með tilkomu félagsþjónustunnar hafa vinnureglur á milli þeirra svæða sem sinna slíkri þjónustu verið samræmdar. Lagt er til að greiddir verði 2, 5 tímar vegna þrifa lítilla húsa sem eru minni en 120 fm og 4 tímar vegna stærri húsa sem skilgreinast sem hús sem eru stærri en 120 fm að stærð. Þetta er gert með sanngirnis- og hagkvæmnis sjónarmiði.
Bókun: Velferðarnefnd Stranda- og Reykhólahrepps samþykkir vinnureglur félagslegrar heimaþónustu um 2, 5 tíma vinnu vegna húsa minni en 120 fm og 4 tíma vinnu vegna húsa sem eru stærri. Reglurnar taka gildi nú þegar.
- 7. Trúnaðarmál
Bókun: Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 15:50.