28. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps - 28. apríl 2015
28. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps var haldinn 28. apríl 2015 að Höfðagötu 3 á Hólmavík kl. 12:30. Mætt voru Unnsteinn Árnason (Strandabyggð), Áslaug Guttormsdóttir (Reykhólahreppi), Jenný Jensdóttir (Kaldrananeshreppi) og Oddný Þórðardóttir (Árneshreppi) var í síma. Ásta Þórisdóttir afboðaði sig á fundinn.
Dagskrá:
- Umsóknir um fjárhagsaðstoð.
- Umsóknir vegna málefna fatlaðs fólks
- Umsókn um heimaþjónustu.
María sagði frá því í byrjun fundar að hún myndi vera með erindi á Vorráðstefnu Greiningar – og ráðgjafarstöðvar ríkisins þann 8. maí og myndi erindið heita: Að verða fullorðin í dreifbýlinu og flytja að heiman. María mun þarna segja sögu Maríu Lovísu Guðbrandsdóttur frá Bassastöðum og segja frá aðdraganda þess að hún flutti í sjálfstæða búsetu í desember síðastliðnum.
Umsóknir um fjárhagsaðstoð
- Umsókn um fjárhagsaðstoð. Samþykkt og fært í trúnaðarbók
- Umsókn um skólastyrk. Samþykkt að veita skólastyrk í febrúar – apríl 2015. Fært í trúnaðarbók.
- Umsókn um fjárhagsaðstoð. Samþykkt fjárhagsaðstoð í febrúar og mars 2015. Fært í trúnaðarbók.
- Umsókn um fjárhagsaðstoð. Samþykkt að veita fjárhagsaðstoð á móti atvinnuleysisbótum í apríl og maí. Fært í trúnarðarbók.
- Umsókn um fjárhagsaðstoð. Samþykkt að veita fjárhgsaðstoð á móti atvinnuleysisbótum í apríl – júní. Fært í trúnaðarbók.
Umsóknir vegna málefna fatlaðs fólks.
- Umsókn um sumarnámskeið fyrir fatlað barn. Samþykkt að hafa sumarnámskeið fyrir fatlað barn og greiða fyrir akstur því tengdan.
- Umsókn um heimaþjónustu fyrir fatlaðan einstakling. Samþykkt aðstoð tvisvar í viku tvo tíma í senn til reynslu í maí – október.
Umsóknir um heimaþjónustu
- Umsókn um heimaþjónustu hjá hjónum sem bæði eru ellilífeyrisþegar. Samþykkt að veita heimaþjónustu hálfsmánaðarlega.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:50
________________________________ ___ ______________________________
Unnsteinn Árnason Oddný G. Þórðardóttir
________________________________ __________________________________
Jenny Jensdóttir Áslaug Guttormsdóttir