30. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps - 11. ágúst 2016
30. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps haldinn 11. ágúst 2016 kl. 10:00 að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru Ingibjörg Emilsdóttir (Strandabyggð), Unnsteinn Árnason (Strandabyggð), Jenny Jensdóttir (Kaldrananeshreppi), Áslaug Guttormsdóttir (Reykhólahreppi) og Oddný Þórðardóttir (Árneshreppi) og María Játvarðardóttir félagsmálastjóri sem stjórnaði fundinum og ritaði fundargerð.
Dagskrá
Erindi vegna fatlaðra barna.
- Sótt er um fjölgun á sólarhringum hjá stuðningsfjölskyldu fyrir fatlað barn úr þrem í fjóra og fjölgun á tímum í liðveislu úr 12 í 30.
Samþykkt og fært í trúnaðarbók - Sótt er um 20. Klst liðveislu fyrir fatlað barn.
Samþykkt og fært í trúnaðarbók - Sótt er um 20 tíma liðveislu fyrir fatlað barn
Samþykkt og fært í trúnaðarbók
Erindi vegna fjárhagsaðstoðar
- Sótt er um fjárhagsaðstoð í maí á móti greiðslu úr sjúkrasjóði.
Samþykkt og fært í trúnaðarbók. - Sótt er um fjárhagsaðstoð í ágúst á móti sjúkradagpeningum.
Samþykkt og fært í trúnaðarbók.
Jafnréttisáætlun
Fyrir fundinum lá endurskoðuð Jafnréttisáætlun Stranda og Reykhólahrepps. Fundarmenn lásu áætlunina yfir og varð nokkur umræða um hana og hvernig mætti koma henni sem best til skila til yfirmanna sveitarfélaganna. Samþykkt að fara þess á leit við sveitarstjóra og oddvita að senda áætlunina til þeirra til yfirlestrar og umræðu.
Áætlunin var samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 11:45
___________________________________ ______________________________________
Ingibjörg Emilsdóttir Unnsteinn Árnason
___________________________________ _________________________________________
Jenný Jensdóttir Áslaug B. Guttormsdóttir
____________________________________
Oddný S. Þórðardóttir