31. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps - 7. desember 2016
31. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps haldinn 7. desember 2016 kl. 16:00 að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru: Ingibjörg Emilsdóttir (Strandabyggð), Unnsteinn Árnason (Strandabyggð), Jenny Jensdóttir (Kaldrananeshreppi), Áslaug Guttormsdóttir (Reykhólahreppi) og Oddný G. Þórðardóttir (Árneshreppi) sem var í síma og María Játvarðardóttir félagsmálastjóri sem stjórnaði fundinum og ritaði fundargerð.
Dagskrá:
- 1. Umsóknir um heimaþjónustu
Sótt er um heimaþjónustu í Strandabyggð
Samþykkt frá 1. nóvember 2016 og fært í trúnaðarbók
Sótt er um heimaþjónustu í Strandabyggð
Samþykkt frá 1. október 2016 og fært í trúnaðarbók
- 2. Umsókn um fjárhagsaðstoð
Sótt er um fjárhagsaðstoð í Reykhólahreppi. Samþykkt að veita fjárhagsaðstoð í nóvember og desember en jafnframt veita ráðgjöf og athuga með aðstoð frá VIRK á Ísafirði.
Önnur mál
Þjónustusamningar
Sum sveitarfélög hafa gert þjónustusamninga við fatlað fólk eða foreldra fatlaðra barna. Þá er reiknað út nákvæmlega hver kostnaður er af þjónustu og viðkomandi aðili fær þá upphæð greidda mánaðarlega og má ráða sér sjálfur starfsfólk og greiða út. Ein fjölskylda á svæðinu hefur rætt þetta mál við félagsmálastjóra og sækist eftir að gerðir verði þjónustusamningar við hana. Málið hefur enn ekki verið rætt við BsVest og vildi félagsmálastjóri kynna þessa hugmynd fyrir velferðarnefndinni.
Þroskahjálp
Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar var með kynningarfund á Hólmavík í október. Fundurinn var auglýstur á Ströndum, Reykhólahreppi og í Dölum. Síðan var María Játvarðardóttir, félagsmálastjóri með erindi á 40 ára afmælisráðstefnu Þroskahjálpar á Grand Hotel í Reykjavík 2. desember og nefndist erindið: Að hugsa í lausnum. Gaf hún þar nokkurt yfirlit yfir þróun þjónustu við fatlað fólk á svæðinu og hvernig leitast er við að finna lausnir sem henta íbúunum.
Öldungaráð
María félagsmálastjóri sagði frá því að Öldungaráð hefur verið stofnað í Reykhólahreppi og Dölum. Ráðið er skipað fulltrúum frá Félagi eldri borgara, fulltrúum frá sveitarstjórn og félagsmálastjóra/félagsráðgjöfum í félagsþjónustu. Tilgangur ráðsins er að gefa eldri borgurum kost á að hafa áhrif á þróun mála sem snerta eldri borgara hjá sveitarfélögum. Fyrir Alþingi liggur tillaga þess efnis að Öldungaráð verði skipað í hverju sveitarfélagi. Skoða má þann möguleika að Strandir taki þátt í því Öldungaráði eða stofni sitt eigið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00
_______________________________ _____________________________________
Ingibjörg Emilsdóttir Unnsteinn Árnason
________________________________ ____________________________________
Jenny Jensdóttir Áslaug Berta Guttormsdóttir
_________________________________
Oddný G. Þórðardóttir