8. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps 30. nóvember 2012
Mættir voru; Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir(Strandabyggð) , Andrea Björnsdóttir(Reykhólahreppur), Bryndís Sveinsdóttir (Strandabyggð), Jenný Jensdóttir (Kaldrananeshreppur) og Hrefna Þorvaldsdóttir í síma (Árneshreppur). Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri, ritaði fundargerð.
Dagskrá fundar:
1. 11. fundargerð verkefnahóps BSVest um málefni fatlaðs fólks lögð til kynningar og samþykkt.
2. Reglur um skammtímavistun, verkefnahóps BSVest um málefni fatlaðs fólks kynntar og samþykktar
3. Niðurstöður íbúafundar eldri borgara í Strandabyggð og Reykhólahreppi kynntar lauslega. Heildarniðurstöður verða kynntar ítarlegar þegar niðurstöður úr Kaldrananeshreppi og Árneshreppi liggja fyrir.
4. Fjárhagsáætlun málefna fatlaðs fólks kynnt fyrir nefndarmönnum
5. Trúnaðarmál - Niðurstaða skv. bókun í málinu færð í trúnaðarbók
6. Trúnaðarmál - Niðurstaða skv. bókun í málinu færð í trúnaðarbók
7. Önnur mál
Fundi var slitið klukkan 14:06.