Aðalfundur Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps - 3. september 2015
Aðalfundur Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps fyrir árið 2014 var haldinn að Höfðagötu 3 á Hólmavík þann 3. september 2015 kl. 10.00. Mætt voru: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar, Finnur Ólafsson oddviti Kaldrananeshrepps og María Játvarðardóttir félagsmálastjóri sem ritaði fundargerð. Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps var fjarverandi.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir kynnti ársreikninga Félagsþjónustunnar og var farið yfir þá. Helstu niðurstöður eru þær að endurgreiðslur sveitarfélaganna eru 33 milljónir króna en áætlað var að þær væru 25 milljónir. Áætlað framlag Byggðasamlags Vestfjarða var 28 milljónir króna en innkomið framlag var 20 milljónir króna. Enn er vonast eftir leiðréttingu á þessu.
Verklag vegna greiðslna er þannig að Reykhólahreppur leggur út fyrir kostnaði en innheimtir síðan hjá hinum sveitarfélögunum.
Greidd voru atkvæði um ársreikninginn og var hann samþykktur samhljóða.
Hólmavík, 3. September 2015
_______________________________ _______________________________
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir Andrea Kristín Jónsdóttir
________________________________ _______________________________
Finnur Ólafsson María Játvarðardóttir