Félagsmála- og jafnréttisnefnd - 12. janúar 2011
Fundur var haldinn í Félagsmála- og jafnréttisnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 12. janúar 2011 kl. 18:15 á skrifstofu Strandabyggðar. Mættir eru Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, Bryndís Sveinsdóttir, Sverrir Guðmundsson og Rósmundur Númason. Einnig sat fundinn Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri og ritaði fundargerð.
Eftirfarandi dagskrá lá fyrir fundinum:
1. Staðardagskrá
2. Jafnréttisáætlun
3. Önnur mál.
1. Staðardagskrá
Hluti af verkefnunum undir kafla um fjölskyldumál í staðardagskrá Strandabyggðar eru þegar komin í farveg hjá sveitarfélaginu og telur nefndin mikilvægt að haldið verði áfram að vinna að þeim. Önnur verkefni leggur nefndin áherslu á að verði komið á laggirnar sem fyrst til að tryggja lífsgæði íbúanna:
- Sveitarfélagið Strandabyggð sýni fordæmi og jafni aðstöðu íbúa varðandi aðgengi að stofnunum sveitarfélagsins og sé hvetjandi við aðrar þjónustustofnanir í sveitarfélaginu um að gera slíkt hið sama.
- Unnið verði að bættu félagsstarfi heimilisfólks á sjúkrahúsinu á Borgabraut.
- Skoða möguleika á sameiginlegum verkefnum eða vettvangi ólíkra aldurshópa og stofnanna, t.d. grunnskóla, tónskóla, leikskóla og eldri borgara í Strandabyggð.
- Að sveitarfélagið Strandabyggð sé hvetjandi og ýti undir hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl íbúa á öllum aldri, t.d. varðandi eftirfarandi:
Íþróttir fyrir leikskólabörn
Sveitarfélagið tryggi ódýrara/frítt aðgengi barna yngri en 16 ára, eldri borgara, öryrkja og atvinnuleitenda í Strandabyggð að sundlauginni og íþróttaaðstöðunni á Hólmavík,
Sveitarfélagið styðji við bakið á íþróttafélögum og einstaklingum sem vinna að heilsusamlegum og uppbyggilegum verkefnum fyrir íbúa Strandabyggðar.
Félagsmála- og jafnréttisnefnd leggur til að verkefni í kafla í Staðardagskrá
Strandabyggðar um fjölskyldumál verði látinn falla undir verksvið nýráðinna félagsmálastjóra og tómstundafulltrúa. Nefndin leggur jafnframt til að ný Tómstunda- og menningarnefnd setji fram sínar áherslur í Staðardagskrá Strandabyggðar varðandi fjölskldumál.
2. Jafnréttisáætlun
Nefndin leggur fram tvær tillögur að jafnréttisáætlun Strandabyggðar. Óskað er eftir að sveitarstjórn taki þær til umfjöllunar.
Ekki voru tekin fyrir fleiri mál. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl 17:15
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir (sign)
Bryndís Sveinsdóttir (sign)
Rósmundur Númason (sign)
Sverrir Guðmundsson (sign)
Ingibjörg Valgeirsdóttir (sign)
ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2011