A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Félagsmála- og jafnréttisnefnd - 19. ágúst 2010

Fundur var haldinn í Félagsmála- og jafnréttisnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 19. ágúst 2010 kl. 18:15 á skrifstofu Strandabyggðar. Jón Gísli Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum fram yfir kosningu formanns, en aðrir fundarmenn voru Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, Sverrir Guðmundsson, Bryndís Sveinsdóttir, Jóhanna Guðbrandsdóttir og Rósmundur Númason. Bryndis Sveinsdóttir ritaði fundargerð.

 

Eftirfarandi dagskrá lá fyrir fundinum:

 

  • 1. Kosning formanns, varaformanns og ritara.
  • 2. Umræður um störf nefndarinnar.
  • 3. Landsfundur Jafnréttisnefnda sveitarfélaga 10.-11. september á Akureyri.
  • 4. Kynning á GRÓSKU frá Forsvari ehf á Hvammstanga.
  • 5. Önnur mál.

 

1. Kosning formanns, varaformanns og ritara.

Fram kom tillaga um að Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir yrði formaður, Jóhanna Guðbrandsdóttir varaformaður og Bryndís Sveinsdóttir ritari. Samþykkt samhjóða. Formaður tók við stjórn fundarins.

 

2. Umræður um störf nefndarinnar.

Rætt vítt og breitt um störf nefndarinnar, meðal annars um heimaþjónustu, fjárhagsaðstoð o.fl. Fram kom tillaga að rétt þyki að umsóknir um heimaþjónustu berist til nefndarinnar og verði afgreiddar þar eins fljótt og hægt er. Nefnidn skal setja jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagið og ákveðið að fara í þá vinnu á næsta fundi.

 

3. Landsfundur Jafnréttisnefnda sveitarfélaga 10.-11. september á Akureyri.

Lagt fram til kynningar. Nefndarmenn sjá sér ekki fært að mæta á fundinn að þessu sinni.

 

4. Kynning á GRÓSKU frá Forsvari ehf á Hvammstanga.

Lagt fram til kynningar.

 

5. Önnur mál.

Nefndarmenn skrifa undir þagnarskyldu.


Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók


Ákveðið að setja reglur um félagsþjónustu inn á heimasíðu Strandabyggðar

 

Ekki voru tekin fyrir fleiri mál. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.50.

 

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir (sign)

Sverrir Guðmundsson (sign)

Bryndís Sveinsdóttir (sign)

Jóhanna Guðbrandsdóttir (sign)

Rósmundur Númason (sign)

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón