A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Velferðarnefnd Stranda og Reykhóla 17. nóvember 2021

 

46. fundur í Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps var miðvikudaginn 17. nóvember 2021, kl. 15, haldinn sem fjarfundur á Teams.


Á fundinn mættu:
Ásta Þórisdóttir (Strandabyggð), Íris B Guðbjartsdóttir (Strandabyggð), Embla Dögg Bachmann (Reykhólahreppi), Jenný Jensdóttir (Kaldrananeshreppi), Hrefna Þorvaldsdóttir (Árneshreppi). Auk þeirra sat Soffía Guðrún Guðmundsdóttir félagsmálastjóri fundinn og var jafnframt fundarritari en Ásta Þórisdóttir, formaður nefndarinnar, stýrði fundi.


Dagskrá:

1. Afgreiðsla félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
2. Endurskoðun á fjárhagsaðstoð – reglur og upphæðir.
3. Önnur mál.


Þá var gengið til dagskrár:


1. Afgreiðsla félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
Umsóknir um fjárhagsaðstoð.
Fært í trúnaðarbók.

2. Endurskoðun á fjárhagsaðstoð – reglur og upphæðir.
Samþykkt að hækka fjárhagsaðstoð á félagsþjónustusvæðinu um 10% sem tekur gildi í janúar 2022. Ákveðið að hafa fund í byrjun árs 2022 þar sem reglur um fjárhagsaðstoð og aðrar reglur félagsþjónustunnar verða endurskoðaðar.


3. Önnur mál.
a. Endurskoðun á reglum félagsþjónustunnar.
Rætt var um að endurskoða allar reglur Félagsþjónustunnar á fundinum í janúar. Hjördís Inga Hjörleifsdóttir starfsmaður Félagsþjónustunnar hefur unnið að tillögum á reglunum og verður boðin á fundinn til að útskýra tillögurnar. Félagsmálastjóri sendir nefndarmönnum gögn um málið til kynningar fyrir næsta fund.

b. Care-On kerfið fyrir heimaþjónustu.
Rætt um kosti Care-On kerfisins sem notað er í heimaþjónustu í mörgum sveitarfélögum á Íslandi. Nefndarmenn kynna sér það fyrir næsta fund þar sem tekin verður ákvörðun um hvort Félagsþjónusta Stranda og Reykhóla muni taka kerfið í notkun. Félagsmálastjóri sendir nefndarmönnum gögn um málið til kynningar fyrir næsta fund.


Ekki var fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:00

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón