Velferðarnefnd Stranda og Reykhóla, 23. nóvember 2022.
Velferðarnefnd Stranda og Reykhóla, 23. nóvember 2022
49. fundur í Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps. Haldinn miðvikudaginn 23. nóvember 2022,
á skrifstofu Strandabyggðar. Fundurinn hófst kl. 16, og var haldinn sem fjarfundur og staðarfundur.
Á fundinn mættu:
Hlíf Hrólfsdóttir (Strandabyggð), Ingibjörg Sigurðardóttir (Strandabyggð), Jenný Jensdóttir
(Kaldrananeshreppi) á TEAMS, Hrefna Jónsdóttir (Reykhólahreppi) á TEAMS. Eva Sigurbjörnsdóttir
(Árneshreppi) boðaði forföll. Að auki sátu fundinn Soffía Guðrún Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri sem
jafnframt ritar fundargerð og Hjördís Hjörleifsdóttir starfsmaður félagsþjónustu. Hlíf Hrólfsdóttir
formaður nefndarinnar stýrði fundi.
Dagskrá:
1. Afgreiðsla félagsmálastjóra frá síðasta fundi. Afgreiðslur samþykktar og færðar í
trúnaðarbók.
2. Endurskoðun á upphæðum í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning
Það þarf að einfalda og samræma þessar reglur og fjárhæðir. Umsóknir um sérstakan
húsnæðisstuðning sem eru þegar komnar verða þá endurmetnar.
3. Önnur mál.
a. Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók.
b. Hlíf kynnti farsældarlögin og hvetur velferðarnefnd til að fylgjast með fólkinu sínu.
Hvert sveitarfélag fyrir sig þarf að tilnefna tengilið, innan grunnskóla og leikskóla sem
fellur undir 1. stigs þjónustu, félagsþjónustan heldur síðan utan um málastjóra.
Rætt um farsældarlögin og heimsóknir til eldri borgara sem stóðu til í haust en var ekki
gert vegna veikinda félagsmálastjóra. Félagsþjónustan stefnir að því að fara í þessar
heimsóknir fljótlega eftir áramót.
Áætlaðir eru fjórir fundir á ári hjá velferðarnefnd, ef kemur upp þörf fyrir fleiri fundi
þá er haldinn neyðarfundur. Erindisbréf fyrir velferðarnefnd finnst ekki, Hlíf ætlar að
finna það. Næsti fundur velferðarnefndar verður haldinn 15. febrúar.
Ekki var fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:30
49. fundur í Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps. Haldinn miðvikudaginn 23. nóvember 2022,
á skrifstofu Strandabyggðar. Fundurinn hófst kl. 16, og var haldinn sem fjarfundur og staðarfundur.
Á fundinn mættu:
Hlíf Hrólfsdóttir (Strandabyggð), Ingibjörg Sigurðardóttir (Strandabyggð), Jenný Jensdóttir
(Kaldrananeshreppi) á TEAMS, Hrefna Jónsdóttir (Reykhólahreppi) á TEAMS. Eva Sigurbjörnsdóttir
(Árneshreppi) boðaði forföll. Að auki sátu fundinn Soffía Guðrún Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri sem
jafnframt ritar fundargerð og Hjördís Hjörleifsdóttir starfsmaður félagsþjónustu. Hlíf Hrólfsdóttir
formaður nefndarinnar stýrði fundi.
Dagskrá:
1. Afgreiðsla félagsmálastjóra frá síðasta fundi. Afgreiðslur samþykktar og færðar í
trúnaðarbók.
2. Endurskoðun á upphæðum í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning
Það þarf að einfalda og samræma þessar reglur og fjárhæðir. Umsóknir um sérstakan
húsnæðisstuðning sem eru þegar komnar verða þá endurmetnar.
3. Önnur mál.
a. Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók.
b. Hlíf kynnti farsældarlögin og hvetur velferðarnefnd til að fylgjast með fólkinu sínu.
Hvert sveitarfélag fyrir sig þarf að tilnefna tengilið, innan grunnskóla og leikskóla sem
fellur undir 1. stigs þjónustu, félagsþjónustan heldur síðan utan um málastjóra.
Rætt um farsældarlögin og heimsóknir til eldri borgara sem stóðu til í haust en var ekki
gert vegna veikinda félagsmálastjóra. Félagsþjónustan stefnir að því að fara í þessar
heimsóknir fljótlega eftir áramót.
Áætlaðir eru fjórir fundir á ári hjá velferðarnefnd, ef kemur upp þörf fyrir fleiri fundi
þá er haldinn neyðarfundur. Erindisbréf fyrir velferðarnefnd finnst ekki, Hlíf ætlar að
finna það. Næsti fundur velferðarnefndar verður haldinn 15. febrúar.
Ekki var fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:30