A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Velferðarnefnd Stranda og Reykhóla, 9. maí 2022.

 

49. fundur í Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps var mánudaginn 9. maí 2022, kl. 16, haldinn sem fjarfundur.

Á fundinn mættu: Ásta Þórisdóttir (Strandabyggð), Jenný Jensdóttir (Kaldrananeshreppi), Hrefna Þorvaldsdóttir (Árneshreppi), Jóhanna Ösp Einarsdóttir (Reykhólahreppi). Íris Björg Guðbjartsdóttir boðaði forföll og varamenn einnig. Auk þeirra sat Soffía Guðrún Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri fundinn og var jafnframt fundarritari en Ásta Þórisdóttir, formaður nefndarinnar, stýrði fundi.


Dagskrá:
1. Afgreiðsla félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
2. Endurskoðun á upphæðum í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
3. Önnur mál.


1. Umsóknir um fjárhagsaðstoð
Fært í trúnaðarbók.

2. Endurskoðun á upphæðum í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Þörf er á að endurmeta upphæðir fyrir sérstakan húsnæðisstuðning. Félagsmálastjóri vinnur að tillögum fyrir næsta fund í samræmi við önnur sveitarfélög. Tillögur þess efnis verða lagðar fyrir næsta fund velferðarnefndar.


3. Önnur mál.

a. Stjórn félagsþjónustunnar samþykkti á fundi þann 11. apríl sl. nýja stöðu starfsmanns félagsþjónustu, 40% starfshlutfall. Hjördís Inga Hjörleifsdóttir hefur verið ráðin í starfið tímabundið í apríl og maí en hún var ráðin til Félagsþjónustunnar í lok sept sl. með styrk frá VMST. Þessi nýja staða verður auglýst í vikunni og birt fréttatilkynning um starfið.

b. Félagsmálastjóri kynnir verkefni þar sem starfsmenn félagsþjónustunnar fara í heimsóknir til eldri borgara á starfssvæðinu. Ráðgert er að félagsmálastjóri og nýr starfsmaður félagsþjónustunnar, auk hjúkrunarfræðings frá heilsugæslu fari í heimsóknir til fólks og meti þörf þeirra fyrir heimaþjónustu og/eða annarri aðstoð. Þessar heimsóknir eru á döfinni í haust eða eins fljótt og auðið er. Nefndarmönnum líst vel á þessa hugmynd.

 

Ekki var fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:40

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón