Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps, 19. nóvember 2018
37. fundur Velferðarnefnar Stranda og Reykhólahrepps haldinn 19. nóvember 2018 kl. 13:00-14:45 að Höfðagötu 3 á Hólmavík.
Mætt voru: Jón Gísli Jónsson (Strandabyggð), Íris Björg Guðbjartsdóttir (Strandabyggð) Embla Dögg Bachmann (Reykhólahreppi, varamaður fyrir Jóhönnu Ösp Einarsdóttur), Jenny Jensdóttir (Kaldrananeshreppi) og Hrefna Þorvaldsdóttir (Árneshreppi) sem var í síma og María Játvarðardóttir, félagsmálastjóri sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
- Kosning formanns
- Undirskrift trúnaðarskjals
- Kynning á Velferðarnefndinni og helstu verkefnum
- Fjárhagsáætlun
- Breytingar í málaflokki fatlaðs fólks
- Umsóknir um þjónustu
- Staða helstu velferðarmála
- Önnur mál
- María setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Fyrst á dagskrá var að kjósa formann Velferðarnefndar og stakk María upp á Jóni Gísla og var það samþykkt.
- María bað nefndarmenn að skrifa undir trúnaðarskjal Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps og var það gert.
- María fór yfir lög og helstu verkefni velferðarnefndarinnar. Hún sagði einnig frá að hún hefði óskað eftir að koma á sveitarstjórnarfundi og kynna Félagsþjónustuna.
- Farið var yfir fjárhagsáætlun Félagsþjónustunnar.
- Samkvæmt nýjum lögum um fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir þá eiga sveitarfélögin nú að greiða fyrstu 15 tíma á viku af þeirri þjónustu sem veitt er. Þetta mun þýða talsverða kostnaðarhækkun sérstaklega hjá Strandabyggð.
- Umsóknir um þjónustu.
a) Sérstakur húsnæðisstuðningur
Þrjár umsóknir frá Strandabyggð. Samþykkt og fært í trúnarðarbók
b) Umsóknir um sérstakan húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára barna.
Tvær umsóknir frá Strandabyggð og fjórar frá Reykhólahreppi. Samþykkt og fært í trúnaðarbók
Umsóknir um fjárhagsaðstoð
a) Umsókn um styrk til að greiða sjúkrahótel. Samþykkt og fært í trúnarðarbók
b) Umsókn um fjárhagsaðstoð kr. 60.000 umfram hefðbundna upphæð. Samþykkt og fært í trúnaðarbók
c) Umsókn um fjárhagsaðstoð. Samþykkt og fært í trúnaðarbók
Málefni fatlaðra
a) Dvöl í skammtímavistun á Ísafirði. Samþykkt og fært í trúnaðarbók
b) Kostnaður við dvöl í Reykjadal. Samþykkt og fært í trúnaðarbók
c) Sumarþjónusta. Samþykkt og fært í trúnaðarbók
- Rædd var staða helstu mála sem eru til meðferðar.
- Önnur mál voru ekki tekin á dagskrá.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 14:45.