A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps, 19. nóvember 2018

37. fundur Velferðarnefnar Stranda og Reykhólahrepps haldinn 19. nóvember 2018 kl. 13:00-14:45 að Höfðagötu 3 á Hólmavík.

Mætt voru: Jón Gísli Jónsson (Strandabyggð), Íris Björg Guðbjartsdóttir (Strandabyggð) Embla Dögg Bachmann (Reykhólahreppi, varamaður fyrir Jóhönnu Ösp Einarsdóttur), Jenny Jensdóttir (Kaldrananeshreppi) og Hrefna Þorvaldsdóttir (Árneshreppi) sem var í síma og María Játvarðardóttir, félagsmálastjóri sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

  1. Kosning formanns
  2. Undirskrift trúnaðarskjals
  3. Kynning á Velferðarnefndinni og helstu verkefnum
  4. Fjárhagsáætlun
  5. Breytingar í málaflokki fatlaðs fólks
  6. Umsóknir um þjónustu
  7. Staða helstu velferðarmála
  8. Önnur mál

  1. María setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Fyrst á dagskrá var að kjósa formann Velferðarnefndar og stakk María upp á Jóni Gísla og var það samþykkt.
  2. María bað nefndarmenn að skrifa undir trúnaðarskjal Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps og var það gert.
  3. María fór yfir lög og helstu verkefni velferðarnefndarinnar. Hún sagði einnig frá að hún hefði óskað eftir að koma á sveitarstjórnarfundi og kynna Félagsþjónustuna.
  4. Farið var yfir fjárhagsáætlun Félagsþjónustunnar.
  5. Samkvæmt nýjum lögum um fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir þá eiga sveitarfélögin nú að greiða fyrstu 15 tíma á viku af þeirri þjónustu sem veitt er. Þetta mun þýða talsverða kostnaðarhækkun sérstaklega hjá Strandabyggð.
  6. Umsóknir um þjónustu.

 

a)      Sérstakur húsnæðisstuðningur

Þrjár umsóknir frá Strandabyggð. Samþykkt og fært í trúnarðarbók

b)      Umsóknir um sérstakan húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára barna.

Tvær umsóknir frá Strandabyggð og fjórar frá Reykhólahreppi. Samþykkt og fært í trúnaðarbók

Umsóknir um fjárhagsaðstoð

a)       Umsókn um styrk til að greiða sjúkrahótel.  Samþykkt og fært í trúnarðarbók

b) Umsókn um fjárhagsaðstoð kr. 60.000 umfram hefðbundna upphæð. Samþykkt og fært í trúnaðarbók

c)       Umsókn um fjárhagsaðstoð.  Samþykkt og fært í trúnaðarbók

 

 

Málefni fatlaðra

a)       Dvöl í skammtímavistun á Ísafirði. Samþykkt og fært í trúnaðarbók

b)      Kostnaður við dvöl í Reykjadal. Samþykkt og fært í trúnaðarbók

c)       Sumarþjónusta. Samþykkt og fært í trúnaðarbók

 

  1.  Rædd var staða helstu mála sem eru til meðferðar.
  2. Önnur mál voru ekki tekin á dagskrá.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 14:45.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón