Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps, 24. september 2019
39. fundur í Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps var haldinn 24. september 2019 kl. 15:00 að Höfðagötu 3 á Hólmavík.
Mætt: Ásta Þórisdóttir (Strandabyggð), Björk Ingvarsdóttir (Strandabyggð), Embla Dögg Bachmann (Reykhólahreppi) og Hrefna Þorvaldsdóttir (Árneshreppi), var í síma og Maria Játvarðardóttir félagsmálastjóri sem ritaði fundargerð. Jenny Jensdóttir Kaldrananeshreppi boðaði forföll.
Dagskrá fundarins:
- Kosning nýs formanns Velferðarnefndar
- Umsóknir um þjónustu fyrir fatlað fólk
- Umsóknir um fjárhagsaðstoð
- Umsókn um greiðslu sálfræðikostnaðar
- Umsókn um aðstoð vegna veikinda
- Umsóknir um sérstakan húsnæðiskostnað
1. Samþykkt var að Ásta Þórisdóttir væri kosin formaður nefndarinnar.
2. a) Umsókn um greiðslu aksturskostnaðar í leikskóla yfir sumartímann í Reykhólahreppi.
Samþykkt og fært í trúnaðarbók.
b) Umsókn um heimaþjónustu í Kaldrananeshreppi vegna fötlunar.
Samþykkt að FSR greiði 15 tíma á viku í þjónustu.Fært í trúnaðarbók.
c.) Ósk um stuðningsfjölskyldu. Strandabyggð.
Samþykkt að veita stuðningsfjölskyldu í tvo sólarhringa í mánuði. Fært í trúnaðarbók.
3. Umsóknir um fjárhagsaðstoð /þjónustu
a) Umsókn um fjárhagsaðstoð í Strandabyggð.
Samþykkt fjárhagsaðstoð í 3 mánuði. Fært í trúnaðarbók.
b) Umsókn um fjárhagsaðstoð í Strandabyggð.
Samþykkt og fært í trúnaðarbók.
4. Umsókn um fjárhagsaðstoð til að greiða sálfræðikostnað. Strandabyggð.
Samþykkt og fært í trúnaðarbók.
5. Umsókn um þjónustu vegna veikinda. Strandabyggð.
Samþykkt og fært í trúnaðarbók.
6. Umsóknir um sérstakan húsnæðisstuðning
a) Umsóknir vegna 15-17 ára nemenda sem búa á heimavistum og nemendagörðum.
4 umsóknir frá Reykhólahreppi. 2 frá Kaldrananeshreppi og 6 frá Strandabyggð.
Samþykkt og fært í trúnaðarbók.
b) Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning vegna félagslegra aðstæðna. Strandabyggð.
Samþykkt og fært í trúnaðarbók.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00