Styrkir hjá Strandabyggð, haustúthlutun
Samkvæmt reglum um styrkveitingar hjá Strandabyggð, ber umsóknaraðilum að skila inn styrkumsóknum samkvæmt meðfylgjandi reglum fyrir 1.febrúar eða 1. september. Sveitarstjórn mun síðan fara yfir umsóknir á fundi eftir að umsóknarfrestur er liðinn . Ef sótt er um styrk umfram 100.000 þúsund krónur skal leitað eftir samstarfssamningi við sveitarfélagið.
Við viljum einnig benda félagasamtökum á að sækja um styrki á móti fasteignagjöldum innan ársins, en reglur þar um voru samþykktar í desember 2015.