Menningarverðlaun 2020
Salbjörg Engilbertsdóttir | 30. júní 2020
Lóan - menningarverðlaun Strandabyggðar fyrir árið 2020 voru veitt í ellefta sinn föstudaginn 26. júní, við setningu Hamingjudaga. Athöfnin fór fram í Hnyðju og var vel sótt af áhugasömu heimafólki og gestum á ýmsum aldri. Áður en verðlaunin voru veitt las skáldkonan Gerður Kristný upp úr nokkrum verka sinna, en hún dvaldi í menningardvöl í Strandabyggð um skeið í júní. Mjög góður rómur var gerður að orðum Gerðar Kristnýjar, enda þar á ferðinni afburðar skáldkona og svo er hún auðvitað ættuð af Ströndum!...
Meira
Meira