A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Restrictions to be gradually lifted starting 4 May

| 24. apríl 2020

Covid-19 - Andleg heilsa

| 22. apríl 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,


Á morgun er sumardagurinn fyrsti, sem í hugum margra er dagur gleði og bjartsýni, því þá ætti sumarið að vera framundan.  Og víst er að hér í Strandabyggð fögnum við sumri, eftir erfiðan vetur.

En það eru ekki allir sem ná að fagna eða sjá gleðina þessa dagana.  Ljóst er að það ástand sem ríkt hefur í samfélaginu á undanförnum vikum vegna Covid-19 hefur haft ýmislegt í för með sér fyrir fólk og m.a. hafa margir tjáð sig um þau áhrif sem það hefur haft á andlega líðan, s.s. kvíða, áhyggjur og depurð. Það er alltaf mikilvægt að huga vel að geðheilsunni en ekki síst á svona tímum og má finna góðar ráðleggingar í þeim efnum á síðu landlæknisembættisins:

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item39685/covid-19-og-andleg-heilsa

 

Einnig er víða er hægt er að leita sér aðstoðar og eru góðar upplýsingar um það á síðunni covid.is

https://www.covid.is/undirflokkar/lidan-okkar en þar kemur m.a. eftirfarandi fram:

 

  • Ef þú finnur fyrir áhyggjum eða þarf ráðgjöf getur þú alltaf haft samband við 1717 hjálparsíma Rauða krossins eða netspjallið
  • Heilsugæslan veitir þjónustu og ráðgjöf sálfræðinga og hjúkrunarfræðinga . Einnig má fá ráðgjöf í gegnum vefinn heilsuvera.is


Þessi þjónusta er ókeypis fyrir alla.  Á síðunni eru einnig upplýsingar um ýmis félagasamtök víða um land sem bjóða upp á aukna ráðgjöf, samtöl og þjónustu.

Svo er alltaf gott að komast út og hreyfa sig, ef menn hafa tök á því. 

Um leið og við óskum íbúum Strandabyggðar gleðilegs sumars hvetjum við fólk til að huga að náunganum, sýna umhyggju og samstöðu og munið;  þetta er tímabundið ástand sem líður hjá.  Stöndum saman og sameinumst um að komast í gegn um þetta ástand á sem bestan hátt fyrir alla.

Gleðilegt sumar!

Kær kveðja

Guðrún Elín Benónýsdóttir, félagsmálastjóri
Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri

Verkefnið Brothættar byggðir í Strandabyggð

| 22. apríl 2020

Verkefnið Brothættar byggðir í Strandabyggð er komið af stað og búið að skipa verkefnastjórn fyrir það. Í henni eru Eva Pandora Baldursdóttir og Kristján Þ. Halldórsson fyrir hönd Byggðastofnunar og Lína Björg Tryggvadóttir og Aðalsteinn Óskarsson fyrir hönd Vestfjarðastofu. Frá Strandabyggð eru Angantýr Ernir Guðmundsson og Esther Ösp Valdimarsdóttir fulltrúar íbúa og Jón Jónsson situr í stjórninni fyrir hönd sveitarstjórnar. Unnið er að ráðningu verkefnastjóra sem verður starfsmaður Vestfjarðastofu og ættu þau mál að skýrast á næstunni.

 

...
Meira

Dagur Umhverfisins 25.apríl

| 21. apríl 2020

Stóri plokkdagurinn verður haldin á Degi umhverfissins 25. apríl næst komandi.

- Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
- Klæðum okkur eftir veðri
- Notum hanska, plokk tangir og ruslapoka
- Hver á sínum hraða og tíma
- Frábært fyrir umhverfið
- Öðrum góð fyrirmynd
- Munum 2 metra bilið

PLOKKIÐ ER EKKI BROT Á SAMKOMUBANNI

Covid-19 - Herðum róðurinn - þetta er ekki búið

| 17. apríl 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Undanfarnar vikur höfum við íbúar framfylgt samviskusamlega fyrirmælum yfirvalda um hreinlæti, sprittun, fjarlægð milli manna og almenna ábyrgð í samskiptum, í því skyni að draga úr smithættu.  Við höfum sömuleiðis gerbreytt allri vinnutilhögun hjá sveitarfélaginu og það hafa fyrirtækin í sveitarfélaginu einnig gert.  Allir hafa lagt sitt að mörkum og sýnt þannig ábyrgð og samtakamátt og ég vil hér með hrósa og þakka ykkur íbúum fyrir ykkar framlag. 

Í dag eru engin smit í Strandabyggð né nágrannasveitarfélögum, svo vitað sé, nema í einstaka tilvikum þar sem einstaklingar með lögheimili á svæðinu en búsettir annars staðar, hafa smitast.  Það er auðvitað gleðilegt að hér séu engin smit og ég efast ekki um að öll þessi vinna og ákveðni íbúa í að standa rétt að málum, hefur skilað sér.

En það má ekki slaka á.  Þvert á móti verðum við að halda athyglinni á enn frekari smitvörnum og gildir þar einu þótt stjórnvöld slaki á aðgerðum sínum.  Það er auðvitað gott ef faraldurinn er í rénum, en við getum ekki leyft okkur að slaka á, þó það sé vor í lofti (loksins).  Þetta er ekki búið.

Herðum róðurinn kæru íbúar, höldum áfram þessari góðu vinnu, samheldni og ákveðni sem við höfum sýnt undanfarnar vikur.  Það skilar sér.

Kær kveðja

Þorgeir Pálsson

Sveitarstjóri Strandabyggðar

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón