A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Mismunandi einkenni, COVID-19, kvefs og flensu

| 06. október 2020


Heilsugæslan hefur tekið saman töflu sem tekur mismunandi einkenni COVID-19, kvefs og flensu.

Hana er að sjá hér:

https://www.ahs.is/wp-content/uploads/2020/10/Mismunandi-einkenni-Covid-19-Kvefs-og-Flensu.png

Réttindanám vegna rekstrarleyfis til farþega og farmflutninga

| 06. október 2020

Samgöngustofa mun standa fyrir námskeiði fyrir þá sem ekki hafa fullnægjandi starfshæfni samkv. skilyrðum rekstrarleyfis til farþega- og farmflutninga á landi samkvæmt reglugerð nr. 474/2017.  Námskeiðið verður haldið dagana 19. – 24 okt. nk. og kennt með fjarfundabúnaði....
Meira

Covid - 19 - starfsemi skólanna - árétting.

| 06. október 2020

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Í nýlegum pistli mínum um Covid - 19 og viðbrögð við aukinni útbreiðslu, nefndi ég að starfsemi skólanna væri með óbreyttu sniði.  Það er ekki alls kostar rétt og er mér því ljúft og skylt að leiðrétta það.  Í gildi eru nefnilega eftirfarandi takmarkanir: 

"Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til. Aðrir en starfsmenn og foreldrar sem koma inn í grunnskóla, svo sem vegna vöruflutninga, skulu gæta að 1 metra nálægðartakmörkun.​"

Foreldrar hafa fengið sendar upplýsingar um stöðu mála og síðan hvet ég alla til að fylgjast með á heimasíðum skólanna og sveitarfélagsins.

Kveðja

Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Covid - 19 - Skerpum á sóttvörnum.

| 05. október 2020

Kæru íbúar Strandabyggðar,

 

Covid-19 faraldurinn er í sókn að því er virðist og nokkur smit hafa greinst undanfarið á Vestfjörðum, auk mikils fjölda smita á höfðuborgarsvæðinu og víðar. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni.  Faraldurinn virðist færast nær okkur og því rétt að rifja upp nokkur mikilvæg atriði sem við kynntum í vor. 

 

Þarftu aðstoð?

Strandabyggð, Rauði Krossinn og sóknarprestur leituðu í vor til fólks í Strandabyggð og um að skrá sig á lista yfir sjálfboðaliða sem vildu taka að sér að aðstoða íbúa við ýmis verk.  Þessi listi er ennþá til og við hvetjum fólk sem á erfitt með að komast milli staða að nýta sér þessa þjónustu, til að t.d. fá keypta matvöru eða sinna erindum á pósthús eða aðra staði.  Eins er alltaf hægt að hringja bara til að spjalla.

Við hvetjum íbúa til að hringja í eitthvað eftirtalinna númera:  451-3510 (Skrifstofa Strandabyggðar), 862-3517 (Sigríður Óladóttir, sóknarprestur) eða 899-0020 (Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri).

 

Lokanir og skerðing þjónustu

Eins og fram hefur komið, eru nú hertar reglur.  Samkomutakmarkanir miðast við 20 manns, Flosabóli hefur verið lokað og hámark gesta í sundlaug er helmingur af leyfðum fjölda.  Skólarnir starfa hins vegar ennþá með óbreyttu sniði, sem skrifstofa og aðrar stofnanir sveitarfélagsins

Þetta gæti hins vegar allt breyst og því er mikilvægt að fylgjast vel með á heima- og facebook síðum sveitarfélagsins og stofnanna þess. 

 

Hreinlæti og sóttvarnir

Við þurfum nú að skerpa á okkar eigin vörnum, með handþvotti og sprittun.  Fjarlægðarmörk eru 1 meter milli manna og við verðum að muna þetta í návígi við annað fólk.  Reynum að takmarka sem mest slíka áhættu þegar við erum innan um ókunnuga, hvort heldur hér í Strandabyggð eða annars staðar á landinu.

Þrátt fyrir allan þann fjölda ferðamanna sem kom hingað í sumar eða á leið um núna, hefur enn sem komið er ekki greinst smit í Strandabyggð.  Við vonumst auðvitað til að halda þeirri stöðu og því má nú hvergi slaka á.

 

Kveðja

Þorgeir Pálsson

Sveitarstjóri Strandabyggðar

 

Hér nokkrar ganglegar heimasíður fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur. 

www.covid.is

https://www.landlaeknir.is/

https://www.samband.is/um-sambandid/upplysingasida-vegna-covid-19/

http://www.strandabyggd.is/grunnskolinn/

http://www.strandabyggd.is/leikskolinn/
https://www.facebook.com/Jakobinutuni/

 

Ný tækifæri

| 28. september 2020

Kæru íbúar Strandabyggðar og aðrir, 

Því er gjarnan haldið fram, að sókn sé besta vörnin og það á kannski einmitt við nú þegar Strandabyggð glímir við afleiðingar niðurskurðar á framlögum Jöfnunarsjóðs, sem hafa verið skert um rúmar 70 milljónir á þessu ári.  Aðhald og hagræðing er eðlileg afleiðing af slíkum niðurskurði.

Á sama tíma má ekki gleyma því að horfa til framtíðar.  Hér í Strandabyggð hefur lengi verið augljós skortur á skrifstofuhúsnæði og hefur það staðið okkur fyrir þrifum hvað það varðar t.d. að sækja í störf án staðsetningar.  Það er erfitt að hvetja fyrirtæki og einstaklinga til að setja upp fyrirtæki og rekstur há á Hólmavík, án húsnæðis.

Nú hefur opnast nýtt tækifæri hvað þetta varðar.  Sveitarstjórn hefur ákveðið að kaupa miðhæð og kjallara Hafnarbrautar 25, þar sem Arionbanki var áður.  Skrifstofa Strandabyggðar mun færa sig yfir í húsið á næstu vikum og koma sér fyrir þar, í samneyti við Sýslumanninn á Vestfjörðum, sem verður áfram á efstu hæðinni.  Má segja að þarna sé komið Stjórnsýsluhús Strandabyggðar.  Við þetta losna amk fimm herbergi í Þróunarsetrinu og verður settur kraftur í að auglýsa þau til einstaklinga og fyrirtækja, bæði heimamanna sem og utanaðkomandi. Það er von okkar að með þessu náist tvennt;  að skapa þægilegri aðkomu að skrifstofu sveitarfélagsins og efla nýsköpun og frumkvöðlastarf í Þróunarsetrinu á sama tíma. 

Þótt aðstæður séu um margt sérstakar og fjárfesting af þessi tagi ekki augljós framkvæmd, er það trú okkar að með þessu séum við að skapa ný tækifæri til framtíðar, sem muni styrkja atvinnulíf í og stjórnsýslu Strandabyggðar.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón