A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Lokað verður fyrir vatnið á morgun 24. september

| 23. september 2020


Lokað verður fyrir vatnið í eftirfarandi götum Austurtúni , Höfðatúni, Lækjartúni, Miðtúni, Vesturtúni, Víkurtúni og Hafnarbraut 2 vegna tenginga á morgun fimmtudaginn 24. september frá kl 9:00 áætlað er að lokunin standi í um eina klukkustund.

Viðvera sýslumanns

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. september 2020

Við vekjum athygli á að Jónas Guðmundsson sýslumaður á Vestfjörðum verður til viðtals á sýsluskrifstofunni á Hólmavík  fimmtudaginn 24.sept nk. 


Minnt skal á að alltaf má hafa samband við sýslumann eða löglærðan fulltrúa símleiðis eða í tölvupósti. Miðað er við að viðtalstími hverju sinni sé milli kl. 11:00 - 12:00 og 13:00 - 14:00. Sími: 458 2400 

Nýr tómstundafulltrúi Strandabyggðar

| 18. september 2020

Esther Ösp Valdimarsdóttir hefur verið ráðin sem tómstundafulltrúi Strandabyggðar og mun taka við því starfi á næstu vikum en þó ekki alfarið fyrr en náðst hefur að endurskipuleggja kennslu í 1.-4. bekk, en Esther Ösp var þar umsjónarkennari.

Esther Ösp er með viðbótardiplóma í kennslufræði framhaldsskóla við Háskóla Íslands, MA nám í mannfræði við Háskóla Íslands, BA í mannfræði frá Háskóla Íslands, stúdentspróf af náttúrufræðibraut, líffræðisviði frá Kvennaskólanum í Reykjavík.  Þá tók hún ársnám við fjöltyngdan og alþjóðlegan menntaskóla í Mexíkó.

Esther Ösp hefur víðtæka reynslu og má þar nefna: verkefnastjórn í kennsluþróun og ráðgjöf við Grunnaskólann á Hólmavík, rekstur Hvatastöðvarinnar, sjálfseflingarseturs, en Esther Ösp er með Jógakennaranám frá Jógastúdíó, viðurkennt af Yoga Alliance.  Hún hefur starfað sem umsjónarkennari við Grunnskólann á Hólmavík, unnið að og sett upp sýninguna „Strönduð í sveit“, auk þess að hafa komið að leiðbeinendastarfi meistaranema, leikhússtörfum, stundakennslu við Háskóla Íslands, framkvæmdastjórn Héraðssambands Strandamanna ofl.

Esther Ösp var tómstundafulltrúi Strandabyggðar árin 2013-2017 og er því vel kunn þessu starfi.


Við bjóðum Esther Ösp velkomna til starfa og væntum góðs af hennar þekkingu og reynslu á þessu sviði, enda mörg spennandi verkefni framundan.

Nýr félagsmálastjóri Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla

| 18. september 2020

Gengið hefur verið frá ráðningu í starf félagsmálastjóra og er það Soffía Guðrún Guðmundsdóttir sem tekur við starfinu. 

Soffía Guðrún er með víðtæka menntun og reynslu sem mun án efa nýtast vel í starfið.  Hún er með  M.A. próf í félagsráðgjöf til starfsréttinda frá Háskóla Íslands, B.A. próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, M.A. próf í kynjafræði frá Háskóla Íslands, B.A. próf í félags- og þjóðfræði frá Háskóla Íslands og Stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands vor 1986.

Hún hefur m.a. starfað við félagsráðgjöf í Rygge í Noregi, sem verkefnastjóri við félagsmiðstöðina í Bólstaðarhlíð, móttökuritari hjá landlæknisembættinu, skrifstofustjóri/læknaritari á lyflækningadeild LHS, ritari sóttvarnarlæknis við landlæknisembættið, auk starfa sem starfsmaður á sambýlum, athvarfi fyrir geðfatlaða, frístundaheimilum og hjá félagasamtökum.

Við bjóðum Soffíu Guðrúnu og fjölskyldu hennar velkomna á Strandir og væntum mikils af henni í þessu þýðingarmikla starfi í okkar samfélagi.

Fimleikanámskeið Geislans

Salbjörg Engilbertsdóttir | 15. september 2020

Geislinn býður upp á skemmtilegt fimleikanámskeið 3.-4. október n.k. Skráning fer fram hér og nánari upplýsingar má sjá á meðfylgjandi mynd eða hjá Geislanum á facebook
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón