A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vegagerð í Strandabyggð

| 29. október 2020
« 1 af 3 »
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það er gaman að segja frá því að nú er unnið að vegagerð á veginum upp að virkjun, eins og myndirnar sýna.  Strandabyggð fékk styrk úr Styrkvegasjóði Vegagerðarinnar og var honum ráðstafað í lagfæringu á veginum niður í Skeljavík, á Tröllatunguheiði og veginum upp að virkjun.

Allt eru þetta þarfar úrbætur og við fögnum þeim.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri í Strandabyggð

Auglýsing um styrki

| 27. október 2020


Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest) vekur athygli á rétti fólks til að sækja um  styrki skv. 25. grein laga nr. 37/2018  um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

BsVest  er heimilt að veita  styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing.  Einnig  er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk  til verkfæra og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfssemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

Umsóknafrestur er til 26. nóvember 2020 og skulu umsóknir berast til félagsþjónustu lögheimilissveitarfélags.

 

Allraheilagramessa í Strandabyggð

| 23. október 2020
Nú er rétt rúm vika í Allraheilagramessu, Hrekkjavöku eða Halloween. Við i Strandabyggð ætlum sannarlega að nýta þetta tækifæri okkur til upplyftingar eins og svo mörg önnur. Dagskráin er í mótun og vissulega verður gætt fullkomlega að gildandi sóttvarnarreglum og því verður fremur einblýnt á útiveru en samkomur.

Við hvetjum því íbúa og fyrirtæki til að huga að skreytingum á eigin umhverfi og hafa þær skreytingar sýnilegar í gluggum og/eða görðum helgina 30. október - 1. nóvember. Útfærslan þarf ekki að vera flókin, það getur gert heilmikið að setja eina kynjaveru út í glugga eða líma í hann mynd. Hér er að finna nokkrar af óteljandi hugmyndum.

Eins er ekki úr vegi að huga að búningum fyrir fjölskyldumeðlimi því gaman væri að sjá kynjaverur á sveimi um drungalegan bæ komandi helgi.

Úthlutun smástyrkja í Strandabyggð

| 12. október 2020

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Í September sl. var úthlutað svokölluðum smástyrkjum.  Eftirtaldir umsækjendur fengu styrki:

  • Galdrasýningin ses – Galdrahátíð í tilefni af 20 ára afmælis safnsins
  • Arnkatla – lista- og menningarfélag, til að ljúka 1. áfanga Skúlptúraslóðar á Hólmavík
  • Sauðfjársetur á Ströndum. Til útgáfuverkefna setursins, en fyrirhugað er að gefa út bækur sem tengjast safninu og þeim rannsóknum sem unnar hafa verið í tengslum við tímabundnar sérsýningar og viðburði á safninu.
  • Arnkatla – lista og menningarfélag. Skipulag vetrarhátíðar í janúar 2021, sem ætlað er að hafa jákvæð áhrif á menningarlíf og ferðaþjónustu á Ströndum.

Um leið og við óskum styrkþegum til hamingju með styrkina, þökkum við þeim fyrir áhugann á að bæta og efla menningar- og mannlíf á Ströndum og óskum þeim alls góðs í þeirra verkefnum í framtíðinni.

Þorgeir Pálsson

Sveitarstjóri Strandabyggðar

Sveitarstjórnarfundur 1310 í Strandabyggð, 13.10.20

| 09. október 2020

Sveitarstjórnarfundur 1310 í Strandabyggð

Fundur nr. 1310, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 13. október 2020 kl 16.00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Lánsumsókn vegna kaupa á Hafnarbraut 25
  2. Viðauki vegna kaupa á Hafnarbraut 25
  3. Fjárhagsáætlun 2021
  4. Fundargerðir nefnda
    1. Fræðslunefnd, frá 8.10.20
    2. Umhverfis- og skipulagsnefnd, frá 12.10.20
  5. Forstöðumannaskýrslur
  6. Skipan í nefndir
  7. Starfsmannastefna Strandabyggðar – drög
  8. Fjarvistarstefna Strandabyggðar – drög
  9. Snjómokstursreglur – drög
  10. Úthlutun byggðakvóta 2020/2021
  11. Eignarhlutur í Byggðasafni Húnvetningar og Strandamanna – til kynningar
  12. Umsókn um skólavist í öðru sveitarfélagi
  13. Umsókn um breytt heiti lóðar
  14. Ljósmyndir JK – til kynningar
  15. Erindi vegna Jakobínutúns
  16. Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda, frá 22.09.20
  17. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps – til kynningar
  18. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, fundir 887 og 888 – til kynningar
  19. Hafnarsamband Íslands, fundir nr. 425 og 426 – til kynningar
  20. Stjórn Vestfjarðastofu, fundir 28 og 29 – til kynningar
  21. Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, fundur nr 59, 09.10.20

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Pétur Matthíasson

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón