Sjálfboðaliði óskast til að sjá um SEEDS verkefni
| 08. maí 2018
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir sjálfboðaliðum til að sjá um SEEDS verkefni sumarið 2018. SEEDS eru íslensk frjáls félagasamtök sem taka á móti erlendum sjálfboðaliðum til þess að sinna umhverfis- og menningarmálum í samstarfi við sveitarfélög, samtök og einstaklinga. Frá árinu 2005 hefur SEEDS tekið á móti næstum 8000 manns í verkefni um allt land. Þetta hafa verið um 140 mismunandi verkefni víðsvegar um landið sem tengdust öll umhverfi eða menningu á einn eða annan hátt. Verkefnin voru meðal annars hreinsun strandlengjunnar t.d á Langanesi, Arnarfirði, Reykjanesskagaog Viðey, gróðursetning í Dýrafirði og Bláfjöllum, lagning og viðhaldgöngustíga m.a í Vatnajökulsþjóðgarði, Þórsmörk og Fjarðabyggð, aðstoð við ýmsar hátíðir og menningaratburði víðs vegar um landið, viðhald minja og fornleifa, torfvinna ásamt ýmsu fleiru. SEEDS samtökin voru stofnuð haustið 2005 og hafa SEEDS hópar unnið fjölmörg uppbyggileg verkefni í Strandabyggð í gegnum tíðina. ...
Meira
Meira