A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sjálfboðaliði óskast til að sjá um SEEDS verkefni

| 08. maí 2018
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir sjálfboðaliðum til að sjá um SEEDS verkefni sumarið 2018. SEEDS eru íslensk frjáls félagasamtök sem taka á móti erlendum sjálfboðaliðum til þess að sinna umhverfis- og menningarmálum í samstarfi við sveitarfélög, samtök og einstaklinga. Frá árinu 2005 hefur SEEDS tekið á móti næstum 8000 manns í verkefni um allt land. Þetta hafa verið um 140 mismunandi verkefni víðsvegar um landið sem tengdust öll umhverfi eða menningu á einn eða annan hátt. Verkefnin voru meðal annars hreinsun strandlengjunnar t.d á Langanesi, Arnarfirði, Reykjanesskagaog Viðey, gróðursetning í Dýrafirði og Bláfjöllum, lagning og viðhaldgöngustíga m.a í Vatnajökulsþjóðgarði, Þórsmörk og Fjarðabyggð, aðstoð við ýmsar hátíðir og menningaratburði víðs vegar um landið, viðhald minja og fornleifa, torfvinna ásamt ýmsu fleiru. SEEDS samtökin voru stofnuð haustið 2005 og hafa SEEDS hópar unnið fjölmörg uppbyggileg verkefni í Strandabyggð í gegnum tíðina. ...
Meira

FRÉTT UPPFÆRÐ - Óhlutbundnar kosningar verða í Strandabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum

| 05. maí 2018

Engir framboðslistar bárust kjörstjórn Strandabyggðar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí  næstkomandi og verða því óhlutbundnar kosningar (persónukjör).
Allir kjósendur eru þá í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því. Innan skamms mun kjörstjórn auglýsa nöfn þeirra sem skorast hafa undan endurkjöri. Öllum öðrum sem eru kjörgengir, heilir og hraustir og yngri en 65 ára, er skylt að taka kjöri í sveitarstjórn við óbundna kosningu.

...
Meira

Sveitarstjórnarfundur 1273 í Strandabyggð

| 04. maí 2018

Fundur nr. 1273 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 8. maí 2018, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:

...
Meira

Framtíðarstarf í þjónustumiðstöð

| 04. maí 2018
Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf í þjónustumiðstöð sveitarfélagsins. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem kraftmiklir og úrræðagóðir einstaklingar sem hafa ánægju af góðum samskiptum ættu að blómstra. Umsóknarfrestur er til 15. maí og skulu umsóknir berast skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is<mailto:strandabyggd@strandabyggd.is....
Meira

Ný slökkvibifreið Strandabyggðar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 03. maí 2018
Einar Indriðason slökkviliðsstjóri afhendir bílinn til Sigurjóns í Ósafli
Einar Indriðason slökkviliðsstjóri afhendir bílinn til Sigurjóns í Ósafli
« 1 af 6 »
Strandabyggð hefur fest kaup á nýrri slökkvibifreið af gerðinni Man.  Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Sverrir Guðbrandsson starfsmaður Áhaldahúss sóttu bílinn í gær og komu honum í breytingu til Ósafls á Ólafsfirði en stefnt er á að hann verði tilbúinn haustið 2018. Þetta er mikið framfararskref enda núverandi bílafloti slökkviliðsins að nokkru kominn til ára sinna.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón