A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Jólakveðja úr Strandabyggð

| 21. desember 2017

Hjartans óskir um gleðileg jól,

farsælt komandi ár og þakkir

fyrir árið sem er að líða.

Laus störf við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 19. desember 2017
  • Staða umsjónarkennara á miðstigi. Um er að ræða samkennslu í 5. - 7. bekk Meðal kennslugreina: íslenska, stærðfræði og náttúrugreinar. Lögð er áhersla á þemabundin verkefni. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst en í síðasta lagi 1. mars 2018. Umsækjendur þurfa að hafa réttindi til kennslu í grunnskóla. Leitað er eftir einstaklingi með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af samkennslu árganga og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.
  • Staða tónlistarkennara. Meðal kennslugreina: gítar, rafmagnsgítar, bassi og trommur. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Leitað er eftir einstaklingi með réttindi til kennslu í tónlistarskóla, góða hæfni í hljóðfæraleik og mikla hæfni i mannlegum samskiptum. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.
  • Staða skólabílstjóra, bókavarðar og húsvarðar. Í starfi skólabílstjóra felst akstur með nemendur úr sveit og akstur innanbæjar. Leitað er eftir einstaklingi með aukin ökuréttindi til aksturs 16 manna rútu. Í starfi bókavarðar felst afgreiðsla á bókasafni, innkaup á bókum fyrir bókasafn og skóla, plöstun, flokkun og skráning í bókasafnskerfið Gegni og opnun að kvöld einn dag í viku. Í starfi húsvarðar felast minni háttar viðgerðir og viðhald í skóla og á skólavelli. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Mögulegt er að skipta þessu starfi upp og telst þá starf skólabílstjóra 50%, bókavarðar 40% og húsvarðar 10%.
Umsóknarfrestur er til 30. desember 2017.
Nánari upplýsingar veitir: 
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is

Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík.

Bilun í Vatnsveitu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 18. desember 2017
Í nótt varð bilun í vatnsveitubúnaði en fasi brann yfir í rafkerfi sem olli því að vatnslaust var á Hólmavík.  Unnið var við viðgerðir í nótt og vonandi hefur tekist að koma í veg fyrir frekari vandræði sem af þessu hlaust.


Ljósleiðari í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 15. desember 2017


Nú er í gangi vinna við tengingar ljósleiðara við stofnstreng og er áætlað að því verði lokið í janúar 2018. Þegar þessari vinnu og skráningu á tengingumer lokið þurfa fasteignaeigendur að sækja um tengingu hjá því fjarskiptafyrirtæki sem býður upp á þjónustu á þessu svæði og þeir vilja skipta við, það er Síminn eða Vodafone. Sveitarfélagið mun tilkynna á heimasíðu sinni hvenær fasteignaeigendur geta sótt um tengingar. 

Óskað eftir tilnefningum um íþróttamann eða -konu ársins 2017

| 13. desember 2017
Auglýst er eftir tilnefningum  um íþróttamann eða -konu ársins 2017 í Strandabyggð. Senda skal tilnefningar og stuttan rökstuðning á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eigi síðar en 5. janúar. Allir mega senda inn tilnefningu og frjálst er að nefna fleiri en einn aðila en viðkomandi þurfa að hafa haft lögheimili í Strandabyggð á síðastliðnu ári. Samkvæmt reglugerð um útnefningu á íþróttamanni eða -konu ársins hefur Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd umsjón með valinu á ári hverju.  Upplýst verður um valið á íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík mánudaginn 15. janúar 2018.

Útnefningin er fyrst og fremst hugsuð sem viðurkenning fyrir íþróttaafrek, framlag til íþróttastarfs og hvatning til frekari afreka.Viðurkenningin var fyrst veitt með þessu sniði fyrir árið 2012, þá hlaut Ingibjörg Emilsdóttir nafnbótina íþróttakona ársins og Jamison Ólafur Johnson hlaut sérstök hvatningarverðlaun. Sigríður Drífa Þórólfsdóttir var hins vegar valin íþróttakona ársins 2013 en Trausti Rafn Björnsson hlaut þá sérstök hvatningarverðlaun. Árið 2014 hlaut Jamison Ólafur Johnsson titilinn og sérstök hvatningarverðlaun hlaut Ingibjörg Benediktsdóttir. Íþróttamaður ársins 2015 er Rósmundur Númason og Vala Friðriksdóttir hlaut sérstök hvatningarverðlaun. Árið 2016 hlaut Ragnar Bragason titilinn og sérstök hvatningarverðlaun hlaut Friðrik Heiðar Vignisson. Handhafi viðurkenningarinnar hlítur farandsbikar í vörslu í eitt ár sem íþróttafélag lögreglumanna á Hólmavík gefur.

Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar hvetur alla til að nýta þetta tækifæri til að minnast þeirra afreka sem íþróttafólk okkar hefur unnið á liðnu ári.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón