A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Styrkir hjá Strandabyggð, haustúthlutun

Salbjörg Engilbertsdóttir | 27. ágúst 2018
Samkvæmt reglum um styrkveitingar hjá Strandabyggð, ber umsóknaraðilum að skila inn styrkumsóknum samkvæmt meðfylgjandi reglum fyrir 1.febrúar eða 1. september. Að þessu sinni verður þó gefin frestur til umsókna til 6.september vegna seinni hluta ársins. Sveitarstjórn mun síðan fara yfir allar umsóknir á fundi 11. september n.k. Ef sótt er um styrk umfram 100.000 þúsund krónur skal leitað eftir samstarfssamningi við sveitarfélagið. Hér má finna umsóknareyðublað.

Við viljum einnig benda félagasamtökum á að sækja um styrki á móti fasteignagjöldum innan ársins, en reglur þar um voru samþykktar í desember 2015.  Sjá umsóknareyðublað og  reglur hér.

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára barna

| 24. ágúst 2018


Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps minnir á að 15-17 ára nemendur í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Umsóknir ásamt staðfestingu á skólavist og leigusamningi berist til Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is sem jafnframt veitir nánari upplýsingar.

...
Meira

Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2018

| 15. ágúst 2018
Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2018 hefur verið gerður opinber og er hann að finna á heimasíðu Strandabyggðar undir: Stjórnsýsla - Skýrslur og samþykktir - Fjallskil.  Hann verður einnig sendur í pósti til hlutaðeigandi.


Strandabyggð óskar eftir verðtilboðum í nýtt þjónustuhús fyrir tjaldsvæðið á Hólmavík

| 10. ágúst 2018


Strandabyggð kt. 570806-0410    óskar hér með eftir verðtilboðum í nýtt þjónustuhús fyrir tjaldsvæðið á Hólmavík.  Þjónustuhúsinu skal verktaki / söluaðili skila tilbúnu til niðursetningar á undirstöður og tengingu við lagnir á tjaldsvæðinu.


 Meðfylgjandi er stutt lýsing á húsinu og þeim kröfum sem verkkaupi gerir til þess og bjóðandi skal hafa til hliðsjónar við tilboð sitt. 
Nánari upplýsingar gefur Birna Karen Bjarkadóttir forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Hólmavíkur


 

...
Meira

Sveitarstjórnarfundur nr 1279

| 10. ágúst 2018
Fundur nr. 1279 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 14. ágúst 2018 kl 16  í Hnyðju.

Fundardagskrá er svohljóðandi:
  1. Fundargerð Atvinnu- dreyfbýlis- og hafnarnefndar frá 9.08.2018
  2. Fundargerð Fræðslunefndar frá 10.08.2018
  3. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 13.08.2018
  4. Staða hafnarsjóð, bréf frá greiningardeild Vegagerðarinnar dagsett 19.07.2108
  5. Umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga um drög að Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
  6. Námskeið fyrir nýkjörna sveitarstjórnarfulltrúa í Heydal á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  7. Bréf sent sveitarstjórn þann 17.7.2018 frá Magnúsi Hanssyni um ásýnd Hólmavíkur.
  8. Skipan fulltrúa í svæðisráð strandsvæðaskipulag Vestfjarða
  9. Styrkir til byggðaþróunar.

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Aðalbjörg Sigurvaldadóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

Jón Gísli Jónsson


10. ágúst 2018
Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón