A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Refaveiðar - veiðimaður óskast

| 15. maí 2018

Strandabyggð óskar eftir að ráða veiðimann til refaveiða á svæði 5 í Strandabyggð sem nær frá Grjótá að Selá. Samkvæmt reglum Strandabyggðar um refaveiðar er einungis veiðimönnum með samning við sveitarfélagið greitt fyrir refaveiðar.  Ráðinn veiðimaður sér sjálfur um allan búnað til veiðanna og skal hann ekki brjóta í bága við lög og reglugerðir.

...
Meira

Styrkir vegna umhverfisúrbóta

Salbjörg Engilbertsdóttir | 15. maí 2018
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar að áætla ákveðið fjármagn til umhverfisúrbóta ár hvert.  Auglýst er eftir umsóknum um framlög í maí mánuði og heimilt er að veita framlög til efniskaupa og vélavinnu, sjá reglur og umsóknareyðublað hér.

Sumarnámskeið

| 13. maí 2018
Í sumar verður boðið upp á tvö sumarnámskeið í samstarfi Strandabyggðar og Náttúrubarnaskólans.

Fyrir hádegi sér Strandabyggð um starfið en Náttúrubarnaskólinn eftir hádegið. Námskeiðin eru fyrir 6-12 ára börn og geta allir tekið þátt. Hægt er að taka þátt fyrir hádegi, eftir hádegi eða allan daginn, í eina eða tvær vikur...........
Meira

Laus sumarstörf hjá Strandabyggð

| 13. maí 2018

Enn eru laus störf hjá Strandabyggð í sumar 2018. Um er að ræða eftirtalin störf:

Umsjón með sumarnámskeiði


Umsjónarmaður Vinnuskóla Strandabyggðar


Liðveisla með fötluðum börnum.......

...
Meira

Sveitarstjórnarfundur 1274 í Strandabyggð

| 11. maí 2018

Á fundi 1273 í sveitarstjórn Strandabyggðar sem fram fór 8. maí 2018 var samþykkt að næsti sveitarstjórnarfundur færi fram þann 15. maí 2018. Hér er því boðað að fundur nr. 1274 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 15. maí 2018, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón