A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Alheimshreinsunardagurinn 15.september

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. september 2018
Þann 15. september nk. verður haldinn Alheimshreinsunardagurinn þar sem fólk um allt land og öll lönd, horfir í kringum sig og tekur til í nærumhverfinu. Víða er pottur brotinn í þeim efnum og ekki að ástæðulausu sem fólk er hvatt til að sameinast og halda heimsins mesta hreinsunarátak enda hlýtur það að vera sameiginlegt markmið okkar að hlúa vel að móður náttúru og sjá til þess að hún hafi það bærilegt „í ellinni“....
Meira

Tilkynning frá Heilbrigðiseftirliti

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. september 2018

Nýjar leiðbeiningar um viðbrögð við örverumengun í neysluvatni og leiðbeiningar til almennings um suðu neysluvatns


Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, Matvælastofnun, sóttvarnalæknir og Umhverfisstofnun hafa gefið út leiðbeiningar um viðbrögð við örverumengun í neysluvatni. Leiðbeiningarnar byggja á kröfum í reglugerð um neysluvatn nr 536/2001 og markmiðið með þeim er að tryggja góða samvinnu hlutaðeigandi stjórnvalda og að samræma viðbrögð og vandaða upplýsingagjöf til almennings.

...
Meira

Sveitarstjórnarfundur 1280

| 07. september 2018

Fundur nr. 1280 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 11. september. Kl 16:00 í Hnyðju.


 


Fundardagskrá er svohljóðandi:

...
Meira

Skeljavíkurrétt

Salbjörg Engilbertsdóttir | 06. september 2018

Nú nýverið lauk byggingu á nýrri og glæsilegri Skeljavíkurrétt en Trésmiðjan Höfði sá um framkvæmdina. Aðeins eru tvö ár síðan ný rétt við Kirkjuból var vígð og má segja að þessar framkvæmdir séu til mikilla bóta fyrir samfélagið. Á morgun föstudaginn 7. september verður réttað í fyrsta sinn í nýju réttinni og af því tilefni mun Þorgeir Pálsson nýr sveitarstjóri Strandabyggðar segja nokkur orð við upphaf réttarstarfa um kl. 16.00.

Frá sveitarstjóra

Salbjörg Engilbertsdóttir | 04. september 2018


Kæru íbúar Strandabyggðar,

Ég hef nú tekið við spennandi og krefjandi starfi sveitarstjóra.  Fyrstu dagarnir og vikurnar hafa farið í að ná yfirsýn yfir stöðu verkefna, hitta íbúa Strandabyggðar, heimsækja fyrirtæki og ræða við forstöðumenn og starfsmenn sveitarfélagsins.  Ég þakka öllum góðar og jákvæðar móttökur.

Þegar mér bauðst þetta starf var ég  fastráðinn við Háskólann í Reykjavík og sá þar um kennslu í tveimur námsgreinum, markaðsfræði og alþjóða viðskiptum.  Þessum skuldbindingum verð ég að sinna og því er óhjákvæmilegt annað en að fara suður til að kenna.  Ég verð því talsvert á flakki fram að áramótum, en mun reyna að halda þeim ferðum í algeru lágmarki og reyna alltaf að nýta þær um leið fyrir Strandabyggð.  Mér finnst mikilvægt að þetta komi fram og sé öllum ljóst.

Í lokin langar mig til að minna okkur öll á eftirfarandi:  Nú er skólastarfið komið af stað og þá hefst nýr og spennandi kafli í lífi margra.  Það er okkar sameiginlega skylda sem íbúa Strandabyggðar, að halda vel utan um skólastarfið, krakkana og starfsfólk skólans; sýna þeim virðingu og veita þeim stuðning. Það er mjög mikilvægt að hér sé góður skóli og virkt skóla-, íþrótta-, tómstunda- og tónlistarstarf, bæði svo okkur líði áfram vel hér, en einnig til að laða að nýtt fólk til Strandabyggðar.

 

kveðja

Þorgeir

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón