Grunn- og tónskólinn á Hólmavík auglýsir 100% starf skólabílstjóra
Meira
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum 19. ágúst 2014 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi íþrótta- og þjónustusvæðis við Jakobínutún (Norðurtún) samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Strandabyggðar 2010-2022 og nær yfir skilgreind svæði sem merkt eru S 11, S 12, S 13, O 4 og O5. Mörk deiliskipulagsins eru Hafnarbraut í suðri, ásinn í vestri, efri mörk íþróttasvæðis og væntanlegt íbúðasvæði í Brandskjólum í norðri og íbúðabyggð við Skólabraut og Vitabraut í austri. Markmið deiliskipulagsins er að uppfylla kröfur aðalskipulagsins, skilgreina lóðir og nýtingu þeirra. Lóðirnar Jakobínutún 3, 5 og 7, áður Norðurtún 1, 3 og 5, stækka með nýrri skilgreiningu á lóðum.