Bókavíkurhelgin
| 21. nóvember 2014
Viðburður laugardagsins er þó án efa upplestur Auðbókarinnar en hana hafa íbúar Strandabyggðar, frá 8 ára til áttræðs, skrifað í sameiningu síðan í byrjun nóvember. Sagan er samfelld, fjölbreytt og æsispennandi og býður upp á fjölbreyttan ritstíl og skemmtilega frásögn sem hentar öllum aldurshópum. Auðbókin verður lesin við kertaljós í Kirkjuhvamminum 22. nóvember kl. 18 og boðið verður upp á kakó og piparkökur. Athugið að farið verður inn í kirkju ef veður verður vont.
...Meira