Dagskrá Bókmennta-og ljóðaviku á Hólmavík
Meira
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennara / leiðbeinanda í 43,75% starf og er vinnutíminn 12:30-16:00. Starfsmaður þarf að geta hafið störf í byrjun desember 2014. Einnig auglýsum við eftir leikskólakennara / leiðbeinanda í 100% starf og er vinnutíminn 8:00-16:00. Starfsmaður þarf að geta hafið störf í byrjun janúar 2015.
...Félagsmiðstöðin Ozon verður með kökusölu og mannlegt bókasafn í anddyri Kaupfélagsins í dag, miðvikudaginn 5. nóvember, milli klukkan 16 og 18. Tilefnið er félagsmiðstöðvardagurinn sem haldinn er hátíðlegur um land allt í dag. Markmið félagsmiðstöðvadagsins er að gefa áhugasömum færi á að kynnast því sem fer fram í félagsmiðstöðvum, unglingunum og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi starfsfólks félagsmiðstöðvanna.
Efni: Ályktun sveitarstjórnar Strandabyggðar vegna alvarlegrar stöðu smábátaútgerðar í sveitarfélaginu
Sveitarstjórn Strandabyggðar vill vekja athygli sjávarútvegsráðherra á grafalvarlegri stöðu smábátaútgerðar í Strandabyggð en svo virðist sem atvinnuvegurinn sæti harðri aðför „kerfisins“ með fjölbreytilegum og margþættum aðgerðum sem miða að því að knésetja smáútgerðir í stórum stíl.